Erlent

Stormurinn Bertha gæti orðið fyrsti fellibylur sumarins

Allar líkur eru á að hitabeltisstormurinn Bertha sem nú er á leið yfir Atlantshafið muni þróast í fyrsta fellibyl sumarsins í Karabíska hafinu.

Mun það koma í ljós á næstu 48 stundum. Bertha myndaðist fyrir utan Grænhöfðaeyjar við Afríku á fimmtudag en nálagst nú Karabíska hafið á 33 km hraða á klukkustund. Vindhraðinn í Berthu er þegar orðinn 85 kílómetrar á klukkustund.

Bertha verður skilgreind sem fellibylur ef vindharðinn fer yfir 119 kílómetra á klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×