Innlent

Truflanir í dag vegna malbikunar

Nokkrar truflanir verða á umferð í Reykjavík í dag vegna malbikunar.

Sturlugötu hefur verið lokað og varir lokunin fram yfir hádegi. Verið er að malbika milli Suðurgötu og Sæmundargötu. Þessi lokun hefur engin áhrif á ferðir strætisvagna.

Melatorg við Þjóðminjasafnið verður síðan lokað í kvöld frá klukkan 19 og fram yfir miðnætti vegna malbikunar við Hringbraut og Suðurgötu. Strætó og aðrir vegfarendur verða að notast við hjáleiðir, sem verða vel merktar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×