Erlent

Yfirmaður þróunaraðstoðar í Sómalíu er allur

Friðargæsluliðar í Mogadishu, þar sem mikil óstjórn hefur ríkt. Mynd/ AFP.
Friðargæsluliðar í Mogadishu, þar sem mikil óstjórn hefur ríkt. Mynd/ AFP.

Byssumenn hafa banað yfirmanni þróunaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu, eftir því sem talsmenn Sameinuðu þjóðanna fullyrða. Osman Ali Ahmed var skotinn í höfuðið þegar hann var að yfirgefa moskvu í Mogadishu, höfuðborg landsins. Hann lést af völdum sára sinna á spítala.

Mikil óstjórn ríkir í Sómalíu eftir áralöng átök í landinu. Íslamistar hafa staðið í skæruhernaði gegn stjórnarhernum í landinu og eþíópískum bandamönnum þeirra sem ýttu þeim frá völdum árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×