Innlent

Þung umferð í átt að bænum

Þung umferð er á Vesturlands og Suðurlandsvegi til höfuðborgarsvæðisins enda ein af stærstu ferðahelgum sumarsins að baki. Hún hefur verið að aukast með kvöldinu og biður lögregla ökumenn um að sýna biðlund og tillitsemi í umferðinni.

Þá er einnig verulega þung umferð í kringum Selfoss og Hellu enda er Landsmóti hestamanna að ljúka en áætlað er að um 11-12 þúsund manns hafi verið þar um helgina. Umferðin hefur að mestu gengið vel en tveir bílar rákust saman við Hveragerði fyrir stundu. Engin slys urðu á fólki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×