Innlent

Dæmdur fyrir þjófnað úr matvöruverslun

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í félagi við aðra menn stolið vörum úr verslun Bónuss við Smiðjuveg fyrir hátt í hundrað þúsund krónur.

Manninum var gefið að sök að hafa í eitt skipti ásamt þremur öðrum ekið fjórum innkaupakörfum með vörum út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær. Samkvæmt ákæru var verðmæti varanna nærri 90 þúsund krónur.

Þá var hann ákærður fyrir að hafa í annað skipti stolið vörum fyrir rúmlega ellefu þúsund krónur úr sömu verslun ásamt tveimur mannanna. Maðurinn játaði sök í málinu og var tekið tillit til þess þegar refsing var ákveðin. Hins vegar varð það manninum til refsiþyngingar að hann braut af sér í félagi við aðra menn. Auk skilorðsbundins dóms var hann dæmdur til að greiða Bónus um 50 þúsund krónur í bætur vegna þjófnaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×