Innlent

Áfram mótmælt við dómsmálaráðuneytið

"Jú, við ætlum að hittast í hádeginu á hverjum degi til 10. júlí, " segir Hörður Torfason leikstjóri og söngvaskáld en hann er einn þeirra sem staðið hefur fyrir utan dómsmálaráðuneytið undanfarin hádegi til þess að mótmæla meðferðinni á Paul Ramses.

Hann segir að 70 til 80 manns hafi mætt í hvert skipti mótmælastaða hefur verið haldin og kvartar undan því að fjölmiðlar hafi oft helmingað þær tölur þegar fréttir hafa verið fluttar af málinu.

Allir geta tekið til máls við mótmælastöðuna í dag að sögn Harðar en ætlunin er að hafa hana stutta, eða um tuttugu mínútur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×