Erlent

Mikil sprenging drepur 28 í Kabúl í Afganistan

Mikil sprenging varð í morgun rétt við indverska sendiráðið í Kabúl höfuðborgar Afganistan. Fyrstu fregnir benda til að um sjálfsmorðssprengingu hafi verið að ræða.

Samkvæmt BBC fórust 28 í sprengingunni og um 30 særðust. Svo virðist sem skotmarkið hafi verið biðröð fólks að bíða eftir vegabréfsáritun. Þetta hefur þó ekki verið staðfest af yfirvöldum.

Ofbeldið í Afganistan hefur stöðugt færst í aukanna á undanförnum mánuðum, þó aðallega í suður- og austurhluta landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×