Fleiri fréttir Landsmóti hestamanna lýkur í dag Úrslit í öllum flokkum á Landsmóti hestamanna fara fram á lokadegi mótsins í dag og er þétt setið í áhorfendabrekkunni. 6.7.2008 12:07 Sjötug kona er nýbökuð mamma Kona sem sögð er vera sjötug að aldri ól tvíbura í Uttar Pradesh á Indlandi í gær. Konan varð þunguð eftir tæknifrjóvgun. 6.7.2008 11:39 Tvö umferðarslys á Akureyri í gær Lögregla og sjúkralið á Akureyri fengu tilkynningu um að ekið hefði verið á barn um sjöleytið í gær. Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið út af bifreiðastæði við Kaupvangsstræti og í veg fyrir 8 ára dreng á reiðhjóli sem að lenti utan í bifreiðinni. 6.7.2008 11:04 Æsiför endaði með bílveltu Lögregla höfuðborgarsvæðisins stöðvaði för ökumanns í annarlegu ástandi með því að aka utan í stolna jeppabifreið sem hann ók ógætilega í gærkvöldi. 6.7.2008 10:46 Átök i Gleðigöngu í Búdapest Til átaka kom í Búdapest í Ungverjalandi í gær þegar hægri öfgamenn réðust með bensínsprengjum og grjóti að þátttakendum í árlegri hátíðargöngu samkynheigðra, svokallaðri Gleðigöngu. Lögregla beitti vatnsdælum og táragasi til að stöðva árásirnar og dreifa árásarmönnunum. Gangan hélt síðan áfram. 6.7.2008 10:39 Lopapeysuball á Írskum dögum Nokkur þúsund voru saman komin á hafnarsvæðinu á Akranesi í gærkvöldi, þar sem fram fór lopapeysuball, á Írskum dögum sem haldnir eru í bænum nú um helgina. 6.7.2008 10:32 Óttast að milljónir dollara hafi farið til lítils Aðal sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan segir að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja hvernig erlendu hjálparfé er varið þar í landinu og segist óttast að milljónir dollara hafi farið til lítils. 6.7.2008 10:28 Hátíðarhöld á Suðurlandi ganga vel Nóttin var róleg á landsmóti hestamanna á Hellu. Eitthvað var um pústra að sögn lögreglu en engin líkamsárás kærð. Þrír voru teknir með lítilræði af fíkniefnum til eigin neyslu. 6.7.2008 10:15 Tólf hundruð manns styðja Ramses Rúmlega 12 hundruð manns hafa sett nafn sitt á undirskriftarlista sem stofnaður hefur verið til stuðnings Keníamannsins Paul Ramses sem vísað var úr landi í fyrradag. 6.7.2008 10:09 Fimm líkamsárásarmál í Reykjavík Fimm líkamárásarmál voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í nótt. Í einu tilfellinu voru 8 Litháar að slást við Keiluhöllina. Sjö þeirra voru handteknir og færðir í fangageymslu, einn var fluttur á Slysadeild með höfuðáverka og brotnar tennur. 6.7.2008 10:02 Lögreglubifreið skemmd í Reykjanesbæ Nokkur erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt. Ein líkamsárás var kærð og átti hún sér stað á einum skemmtistaðanna. Þá var ölvaður maður handtekinn í Grindavík eftir ólæti. 6.7.2008 09:52 Bílvelta skammt frá Flúðum Betur fór en á horfðist þegar lítill Yaris velti við Brúarhlöð, skammt frá Flúðum, um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglu var um að ræða bílaleigubíl sem erlendir ferðamenn höfðu tekið á leigu. Þeir sluppu allir ómeiddir en bifreiðin er mikið skemmd. 5.7.2008 22:15 Hjó hausinn af Adolf Hitler Karlmaður var handtekinn í Berlín í dag eftir að hann hjó hausinn af vaxmyndastyttu af Adolf Hitler á opnun á Madame Tussauds í borginni. 5.7.2008 20:30 Fjölgeislamælingar í Ísafjarðardjúpi Í júní og júlí var rs. Árni Friðriksson við fjölgeislamælingar í Ísafjarðardjúpi, á Vestfjarðamiðum og í Kolluál. Rannsóknirnar eru liður í kortlagningarverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar en eitt af meginmarkmiðum þess er að kortleggja veiðislóðir. 5.7.2008 20:00 Þúsundir mótmæla fundi G-8 hópsins Þúsundir manna mótmæltu í morgun fyrirhuguðum leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Japan eftir helgi. 5.7.2008 19:15 „Ég sakna sonar míns mjög mikið“ Vísir náði tali af Keníamanninum Paul Ramses sem staddur er í Róm fyrir stundu. Hann er ekki bjartsýnn og segist biðja fyrir íslenskum ráðamönnum. Erfiðast þótti Paul að yfirgefa mánaðargamlan son sinn, sem hann var kannski að sjá í síðasta skipti. 5.7.2008 18:06 Sex handteknir við húsleit í miðbænum Tilkynnt var um innbrot í hús í miðbæ Reykjavíkur um hálf fjögur leytið í dag. Þegar á staðinn var komið ákvað lögreglan að gera húsleit og voru sex aðilar handeknir í kjölfarið. Lítilræði af fíkniefnum fannst í húsinu en innbrotið mun hafa átt sér stað snemma í morgun. 5.7.2008 16:52 Ramses hefði átt að njóta vafans „Mér finnst þetta mjög ömurlegt að við skulum ekki geta tekið málið fyrir. Ég veit að við getum ekki tekið við öllum sem koma hingað og kalla sig flóttamenn og bera fyrir sig allskonar sögur sem engin fótur er fyrir þegar farið er að kanna það,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins í dag um mál Paul Ramses flóttamanns sem sendur var úr landi nýlega. 5.7.2008 14:35 Þorsteinn Kragh í gæsluvarðhaldi vegna stóra hassmálsins Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við smygl á 190 kílóum af hassi sem fundust í húsbíl um borð í Norrænu á Seyðisfirði þann 10.júní. Þorsteinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. 5.7.2008 14:15 Heilbrigðisráðuneytið skoðar fjárhagsvanda á Suðurnesjum Helgi Mar Arthursson upplýsingafulltrúi Heilbrigðisráðuneytisins segir fjárhagsvanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vera í skoðun hjá ráðuneytinu. Stofnunin hefur ákveðið að frá og með 16.júlí verði læknar ekki á vakt eftir hefðbundinn opnunartíma, sjúklingar þurfa því að leita til Reykjavíkur. 5.7.2008 13:13 Einn handtekinn vegna hnífstungna í London Átján ungmenni hafa verið myrt í Lundúnum það sem af er árinu og standa yfirvöld ráðalaus gagnvart morðöldunni. 5.7.2008 13:00 Rotaðist á Goslokahátíð Hátíðarhöld vegna goslokahátíðar í Vestmannaeyjum fór vel fram sl. nótt en eyjamenn fagna því að 35 ár eru síðan eldgosi lauk á Heimaey. Áætlað er að um fjögur til fimmþúsund manns hafði verið að njóta veðurblíðunnar og þeirra skemmtunar sem boðið er uppá vegna þessa tilefnis. 5.7.2008 13:00 Ramses kominn á gistiheimili í Róm Keníamaðurinn Paul Ramses sem sendur var úr landi til Ítalíu í fyrradag hefur nú verið fluttur á gistiheimili fyrir flóttamenn í borginni Róm. 5.7.2008 12:12 Tíu fíkniefnamál á Landsmóti Tíu fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Hvolfsvelli í gærkvöldi og tók tæplega þrjátíu manns fyrir of hraðan akstur við hefðbundið umferðareftirlit á Suðurlandsvegi í gærkvöld og í nótt. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 5.7.2008 12:07 Ísland byrji að undirbúa Evrópusambandsaðild Tveir helstu ráðgjafar eldri ríkisstjórna á Íslandi vilja að þegar verði byrjað að undirbúa umsókn um aðild að Evrópusambandinu til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og leysa vanda íslenskra banka og fjármálastofnana. 5.7.2008 11:52 Björn um Ramsesmálið Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bloggar um atburði gærdagsins fyrir utan ráðuneyti sitt. Þar söfnuðust 80-100 manns saman og mótmæltu brottflutningi Keníamannsins Paul Ramses. Björn segir sérkennilegt hve langt Eiríkur Bergmann Einarsson, fræðimaður við Háskólann á Bifröst, gangi langt í viðleitni sinni við að tala niður Dyflinarsamninginn, sem gerður er undir merkjum Schengen-samstarfsins. 5.7.2008 10:47 Íbúi við Hallgrímskirkju að ærast úr hávaða Hörður Ágústsson íbúi við Frakkastíg í Reykjavík segist vera að ærast úr hávaða vegna viðgerða á Hallgrímskirkju. Á hverjum virkum degi hefst vinna klukkan 07:00 að morgni að sögn Harðar og um helgar byrja viðgerðir hálftíma síðar. Hann segist við það að gefast upp og hefur áhyggjur af ferðamönnum. 5.7.2008 10:08 Kona barin í Tryggvagötu Nóttin var tiltölulega róleg í miðborginni og greinilega margir sem hafa yfirgefið borgina um þessa miklu ferðahelgi. Alls eru bókuð rúmlega 100 verkefni sem er í meðallagi að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 5.7.2008 09:23 Harður árekstur bifhjóls og bifreiðar á Suðurgötu Ökumaður bifhjóls var fluttur á sjúkrahús með beinbrot eftir árekstur við bifreið til móts við Háskólabíó og íþróttahús Háskóla Íslands á Suðurgötu. 5.7.2008 01:12 Á 142 km hraða með mánaðar gamalt próf Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði snemma í kvöld ökumann á Reykjanesbraut á 142 km hraða. 5.7.2008 00:02 Mannskæð átök í Mongólíu Fimm manns hafa látið lífið og um þrjú hundruð særst í átökum sem brutust út eftir þingkosningar í Mongólíu um síðustu helgi. Forsetinn Nambaryn Enkhbayar lýsti á föstudag yfir neyðarástandi í landinu í fyrsta skipti, vegna ofbeldisins. 5.7.2008 00:01 Betancourt grét af gleði Fyrrum gíslinn Ingrid Betancourt grét af gleði þegar hún kom til Frakklands síðdegis í dag. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og eiginkona hans Carla Bruni tóku á móti henni á herflugvelli við París. 4.7.2008 22:39 Umferð minni en í fyrra Lögreglumenn á Selfossi og á Blönduósi sem Vísir hefur rætt við í kvöld eru á því að umferð sé ekki eins mikil eins og á sama tíma í fyrra. Umferðin hefur gengið vel og áfallalaust. 4.7.2008 22:06 Ekkert aldurstakmark á Humarhátíð Vegna umræðu um lokun tjaldsvæða fyrir ákveðnum aldurshópum vill tjaldsvæðið á Höfn koma eftirfarandi á framfæri. 4.7.2008 20:35 Söfnun Loga til styrktar MND komin yfir 4 milljónir Þetta er algjörlega frábært," segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins en söfnun sem Logi Bergmann Eiðsson og félagar hans standa fyrir er komin yfir fjórar milljónir króna. 4.7.2008 20:11 Sérsveit skipuð gegn hnífaglæpum Átján ungmenni hafa fallið fyrir morðingjahendi í hnífaárásum í Lundúnaborg það sem af er þessu ári. Sextán ára piltur og tveir rúmlega tvítugir háskólanemar voru stungnir til bana í borginni í gær. Lundúnalögreglan hefur skipað sérsveit gegn hnífaglæpum í höfuðborginni. 4.7.2008 18:47 Segir af sér vegna ásakana um misferli Ray Lewis, aðstoðarborgarstjóri London, sagði af sér í dag í kjölfar ásakana um að hann sé viðriðinn kynlífs og fjármálahneysli. Lewis segir að ásakanirnar séu rangar en ákvað engu að síður að láta af störfum. 4.7.2008 18:37 Amerískur stíll á Súðavík Þetta er og eins amerísk vegasjoppa frá sjötta áratugnum en stendur þó ekki við þjóðveg 66 heldur við þjóðveg 61, sem liggur í gegnum Súðavík. Þar er nýjasta veitingahús Vestfjarða. 4.7.2008 19:08 Tignarleg brú rís í Djúpinu Farið er að sjást í bogana á einni tignarlegustu stálbogabrú sem rísa mun hérlendis. Hún brúar Mjóafjörð í Djúpi og stórbætir aðalleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur þegar hún verður opnuð eftir fjóra mánuði. 4.7.2008 19:04 Bifhjólafólk í rannsókn og verður lagt inn Fólkið sem lenti í vélhjólaslysi á Snæfellsnesi fyrr í dag er í rannsókn og verður lagt inn að sögn vakthafandi læknis á slysadeild. 4.7.2008 17:18 Lagt til að Anna verði mannréttindastjóri Ráðgjafanefnd á vegum borgarinnar hefur lagt til að Anna Kristinsdóttir verði næsti mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar eftir því sem segir í tilkynningu. Sú tillaga verður lögð fyrir á næsta fundi borgarráðs. 4.7.2008 17:08 Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4.7.2008 16:53 Dæmdir fyrir að ráðast þrír gegn einum Þrír menn hafa í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í sameiningu ráðist á fjórða mann í Reykjanesbæ fyrir um tveimur árum. 4.7.2008 16:32 Paul Ramses var ekki handtekinn Útlendingastofnun sendi nú fyrir skömmu frá sér yfirlýsingu vegna máls Keníamannsins Paul Ramses og fjölskyldu hans. Þar kemur m.a fram að Paul hafi ekki verið handtekinn á heimili sínu eins og ítrekaði hafi komið fram í fjölmiðlum. Þar segir einnig að eiginkona hans sé ólögleg hér í landinu og það veiti hvorki rétt til samvista né sé til þess fallið að vera grundvöllur undir undanþágur frá almennum reglum. 4.7.2008 16:26 Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4.7.2008 16:24 Sjá næstu 50 fréttir
Landsmóti hestamanna lýkur í dag Úrslit í öllum flokkum á Landsmóti hestamanna fara fram á lokadegi mótsins í dag og er þétt setið í áhorfendabrekkunni. 6.7.2008 12:07
Sjötug kona er nýbökuð mamma Kona sem sögð er vera sjötug að aldri ól tvíbura í Uttar Pradesh á Indlandi í gær. Konan varð þunguð eftir tæknifrjóvgun. 6.7.2008 11:39
Tvö umferðarslys á Akureyri í gær Lögregla og sjúkralið á Akureyri fengu tilkynningu um að ekið hefði verið á barn um sjöleytið í gær. Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið út af bifreiðastæði við Kaupvangsstræti og í veg fyrir 8 ára dreng á reiðhjóli sem að lenti utan í bifreiðinni. 6.7.2008 11:04
Æsiför endaði með bílveltu Lögregla höfuðborgarsvæðisins stöðvaði för ökumanns í annarlegu ástandi með því að aka utan í stolna jeppabifreið sem hann ók ógætilega í gærkvöldi. 6.7.2008 10:46
Átök i Gleðigöngu í Búdapest Til átaka kom í Búdapest í Ungverjalandi í gær þegar hægri öfgamenn réðust með bensínsprengjum og grjóti að þátttakendum í árlegri hátíðargöngu samkynheigðra, svokallaðri Gleðigöngu. Lögregla beitti vatnsdælum og táragasi til að stöðva árásirnar og dreifa árásarmönnunum. Gangan hélt síðan áfram. 6.7.2008 10:39
Lopapeysuball á Írskum dögum Nokkur þúsund voru saman komin á hafnarsvæðinu á Akranesi í gærkvöldi, þar sem fram fór lopapeysuball, á Írskum dögum sem haldnir eru í bænum nú um helgina. 6.7.2008 10:32
Óttast að milljónir dollara hafi farið til lítils Aðal sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan segir að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja hvernig erlendu hjálparfé er varið þar í landinu og segist óttast að milljónir dollara hafi farið til lítils. 6.7.2008 10:28
Hátíðarhöld á Suðurlandi ganga vel Nóttin var róleg á landsmóti hestamanna á Hellu. Eitthvað var um pústra að sögn lögreglu en engin líkamsárás kærð. Þrír voru teknir með lítilræði af fíkniefnum til eigin neyslu. 6.7.2008 10:15
Tólf hundruð manns styðja Ramses Rúmlega 12 hundruð manns hafa sett nafn sitt á undirskriftarlista sem stofnaður hefur verið til stuðnings Keníamannsins Paul Ramses sem vísað var úr landi í fyrradag. 6.7.2008 10:09
Fimm líkamsárásarmál í Reykjavík Fimm líkamárásarmál voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í nótt. Í einu tilfellinu voru 8 Litháar að slást við Keiluhöllina. Sjö þeirra voru handteknir og færðir í fangageymslu, einn var fluttur á Slysadeild með höfuðáverka og brotnar tennur. 6.7.2008 10:02
Lögreglubifreið skemmd í Reykjanesbæ Nokkur erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt. Ein líkamsárás var kærð og átti hún sér stað á einum skemmtistaðanna. Þá var ölvaður maður handtekinn í Grindavík eftir ólæti. 6.7.2008 09:52
Bílvelta skammt frá Flúðum Betur fór en á horfðist þegar lítill Yaris velti við Brúarhlöð, skammt frá Flúðum, um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglu var um að ræða bílaleigubíl sem erlendir ferðamenn höfðu tekið á leigu. Þeir sluppu allir ómeiddir en bifreiðin er mikið skemmd. 5.7.2008 22:15
Hjó hausinn af Adolf Hitler Karlmaður var handtekinn í Berlín í dag eftir að hann hjó hausinn af vaxmyndastyttu af Adolf Hitler á opnun á Madame Tussauds í borginni. 5.7.2008 20:30
Fjölgeislamælingar í Ísafjarðardjúpi Í júní og júlí var rs. Árni Friðriksson við fjölgeislamælingar í Ísafjarðardjúpi, á Vestfjarðamiðum og í Kolluál. Rannsóknirnar eru liður í kortlagningarverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar en eitt af meginmarkmiðum þess er að kortleggja veiðislóðir. 5.7.2008 20:00
Þúsundir mótmæla fundi G-8 hópsins Þúsundir manna mótmæltu í morgun fyrirhuguðum leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Japan eftir helgi. 5.7.2008 19:15
„Ég sakna sonar míns mjög mikið“ Vísir náði tali af Keníamanninum Paul Ramses sem staddur er í Róm fyrir stundu. Hann er ekki bjartsýnn og segist biðja fyrir íslenskum ráðamönnum. Erfiðast þótti Paul að yfirgefa mánaðargamlan son sinn, sem hann var kannski að sjá í síðasta skipti. 5.7.2008 18:06
Sex handteknir við húsleit í miðbænum Tilkynnt var um innbrot í hús í miðbæ Reykjavíkur um hálf fjögur leytið í dag. Þegar á staðinn var komið ákvað lögreglan að gera húsleit og voru sex aðilar handeknir í kjölfarið. Lítilræði af fíkniefnum fannst í húsinu en innbrotið mun hafa átt sér stað snemma í morgun. 5.7.2008 16:52
Ramses hefði átt að njóta vafans „Mér finnst þetta mjög ömurlegt að við skulum ekki geta tekið málið fyrir. Ég veit að við getum ekki tekið við öllum sem koma hingað og kalla sig flóttamenn og bera fyrir sig allskonar sögur sem engin fótur er fyrir þegar farið er að kanna það,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins í dag um mál Paul Ramses flóttamanns sem sendur var úr landi nýlega. 5.7.2008 14:35
Þorsteinn Kragh í gæsluvarðhaldi vegna stóra hassmálsins Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við smygl á 190 kílóum af hassi sem fundust í húsbíl um borð í Norrænu á Seyðisfirði þann 10.júní. Þorsteinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. 5.7.2008 14:15
Heilbrigðisráðuneytið skoðar fjárhagsvanda á Suðurnesjum Helgi Mar Arthursson upplýsingafulltrúi Heilbrigðisráðuneytisins segir fjárhagsvanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vera í skoðun hjá ráðuneytinu. Stofnunin hefur ákveðið að frá og með 16.júlí verði læknar ekki á vakt eftir hefðbundinn opnunartíma, sjúklingar þurfa því að leita til Reykjavíkur. 5.7.2008 13:13
Einn handtekinn vegna hnífstungna í London Átján ungmenni hafa verið myrt í Lundúnum það sem af er árinu og standa yfirvöld ráðalaus gagnvart morðöldunni. 5.7.2008 13:00
Rotaðist á Goslokahátíð Hátíðarhöld vegna goslokahátíðar í Vestmannaeyjum fór vel fram sl. nótt en eyjamenn fagna því að 35 ár eru síðan eldgosi lauk á Heimaey. Áætlað er að um fjögur til fimmþúsund manns hafði verið að njóta veðurblíðunnar og þeirra skemmtunar sem boðið er uppá vegna þessa tilefnis. 5.7.2008 13:00
Ramses kominn á gistiheimili í Róm Keníamaðurinn Paul Ramses sem sendur var úr landi til Ítalíu í fyrradag hefur nú verið fluttur á gistiheimili fyrir flóttamenn í borginni Róm. 5.7.2008 12:12
Tíu fíkniefnamál á Landsmóti Tíu fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Hvolfsvelli í gærkvöldi og tók tæplega þrjátíu manns fyrir of hraðan akstur við hefðbundið umferðareftirlit á Suðurlandsvegi í gærkvöld og í nótt. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 5.7.2008 12:07
Ísland byrji að undirbúa Evrópusambandsaðild Tveir helstu ráðgjafar eldri ríkisstjórna á Íslandi vilja að þegar verði byrjað að undirbúa umsókn um aðild að Evrópusambandinu til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og leysa vanda íslenskra banka og fjármálastofnana. 5.7.2008 11:52
Björn um Ramsesmálið Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bloggar um atburði gærdagsins fyrir utan ráðuneyti sitt. Þar söfnuðust 80-100 manns saman og mótmæltu brottflutningi Keníamannsins Paul Ramses. Björn segir sérkennilegt hve langt Eiríkur Bergmann Einarsson, fræðimaður við Háskólann á Bifröst, gangi langt í viðleitni sinni við að tala niður Dyflinarsamninginn, sem gerður er undir merkjum Schengen-samstarfsins. 5.7.2008 10:47
Íbúi við Hallgrímskirkju að ærast úr hávaða Hörður Ágústsson íbúi við Frakkastíg í Reykjavík segist vera að ærast úr hávaða vegna viðgerða á Hallgrímskirkju. Á hverjum virkum degi hefst vinna klukkan 07:00 að morgni að sögn Harðar og um helgar byrja viðgerðir hálftíma síðar. Hann segist við það að gefast upp og hefur áhyggjur af ferðamönnum. 5.7.2008 10:08
Kona barin í Tryggvagötu Nóttin var tiltölulega róleg í miðborginni og greinilega margir sem hafa yfirgefið borgina um þessa miklu ferðahelgi. Alls eru bókuð rúmlega 100 verkefni sem er í meðallagi að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 5.7.2008 09:23
Harður árekstur bifhjóls og bifreiðar á Suðurgötu Ökumaður bifhjóls var fluttur á sjúkrahús með beinbrot eftir árekstur við bifreið til móts við Háskólabíó og íþróttahús Háskóla Íslands á Suðurgötu. 5.7.2008 01:12
Á 142 km hraða með mánaðar gamalt próf Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði snemma í kvöld ökumann á Reykjanesbraut á 142 km hraða. 5.7.2008 00:02
Mannskæð átök í Mongólíu Fimm manns hafa látið lífið og um þrjú hundruð særst í átökum sem brutust út eftir þingkosningar í Mongólíu um síðustu helgi. Forsetinn Nambaryn Enkhbayar lýsti á föstudag yfir neyðarástandi í landinu í fyrsta skipti, vegna ofbeldisins. 5.7.2008 00:01
Betancourt grét af gleði Fyrrum gíslinn Ingrid Betancourt grét af gleði þegar hún kom til Frakklands síðdegis í dag. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og eiginkona hans Carla Bruni tóku á móti henni á herflugvelli við París. 4.7.2008 22:39
Umferð minni en í fyrra Lögreglumenn á Selfossi og á Blönduósi sem Vísir hefur rætt við í kvöld eru á því að umferð sé ekki eins mikil eins og á sama tíma í fyrra. Umferðin hefur gengið vel og áfallalaust. 4.7.2008 22:06
Ekkert aldurstakmark á Humarhátíð Vegna umræðu um lokun tjaldsvæða fyrir ákveðnum aldurshópum vill tjaldsvæðið á Höfn koma eftirfarandi á framfæri. 4.7.2008 20:35
Söfnun Loga til styrktar MND komin yfir 4 milljónir Þetta er algjörlega frábært," segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins en söfnun sem Logi Bergmann Eiðsson og félagar hans standa fyrir er komin yfir fjórar milljónir króna. 4.7.2008 20:11
Sérsveit skipuð gegn hnífaglæpum Átján ungmenni hafa fallið fyrir morðingjahendi í hnífaárásum í Lundúnaborg það sem af er þessu ári. Sextán ára piltur og tveir rúmlega tvítugir háskólanemar voru stungnir til bana í borginni í gær. Lundúnalögreglan hefur skipað sérsveit gegn hnífaglæpum í höfuðborginni. 4.7.2008 18:47
Segir af sér vegna ásakana um misferli Ray Lewis, aðstoðarborgarstjóri London, sagði af sér í dag í kjölfar ásakana um að hann sé viðriðinn kynlífs og fjármálahneysli. Lewis segir að ásakanirnar séu rangar en ákvað engu að síður að láta af störfum. 4.7.2008 18:37
Amerískur stíll á Súðavík Þetta er og eins amerísk vegasjoppa frá sjötta áratugnum en stendur þó ekki við þjóðveg 66 heldur við þjóðveg 61, sem liggur í gegnum Súðavík. Þar er nýjasta veitingahús Vestfjarða. 4.7.2008 19:08
Tignarleg brú rís í Djúpinu Farið er að sjást í bogana á einni tignarlegustu stálbogabrú sem rísa mun hérlendis. Hún brúar Mjóafjörð í Djúpi og stórbætir aðalleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur þegar hún verður opnuð eftir fjóra mánuði. 4.7.2008 19:04
Bifhjólafólk í rannsókn og verður lagt inn Fólkið sem lenti í vélhjólaslysi á Snæfellsnesi fyrr í dag er í rannsókn og verður lagt inn að sögn vakthafandi læknis á slysadeild. 4.7.2008 17:18
Lagt til að Anna verði mannréttindastjóri Ráðgjafanefnd á vegum borgarinnar hefur lagt til að Anna Kristinsdóttir verði næsti mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar eftir því sem segir í tilkynningu. Sú tillaga verður lögð fyrir á næsta fundi borgarráðs. 4.7.2008 17:08
Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4.7.2008 16:53
Dæmdir fyrir að ráðast þrír gegn einum Þrír menn hafa í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í sameiningu ráðist á fjórða mann í Reykjanesbæ fyrir um tveimur árum. 4.7.2008 16:32
Paul Ramses var ekki handtekinn Útlendingastofnun sendi nú fyrir skömmu frá sér yfirlýsingu vegna máls Keníamannsins Paul Ramses og fjölskyldu hans. Þar kemur m.a fram að Paul hafi ekki verið handtekinn á heimili sínu eins og ítrekaði hafi komið fram í fjölmiðlum. Þar segir einnig að eiginkona hans sé ólögleg hér í landinu og það veiti hvorki rétt til samvista né sé til þess fallið að vera grundvöllur undir undanþágur frá almennum reglum. 4.7.2008 16:26
Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4.7.2008 16:24