Innlent

Síldveiðiskipin fyrir austan land fá mikið af makríl

Síldveiðiskipin fyrir austan land fá mikið af makríl sem meðafla. Þannig er eitt skip á landleið með 17 hundruð tonna afla, en þar af eru fimm hundruð til sex hundruð tonn makríll, eða um það bil þriðjungur.

Skip, sem ekki frysta afla um borð, landa honum til bræðslu eins og síldinni, en makríll er mun verðmætari en síldin til manneldis. Hann er líka allt að tvöfalt stærri en síldin og allt að eitt kíló að þyngd.

Mun meiri makríll virðist vera á síldarmiðunum núna en nokkru sinni fyrr og kunna sjómenn ekki skýringu á því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×