Innlent

Málningu og lakki skvett á dómsmálaráðuneytið um helgina

Dómsmálaráðuneytið er í Skuggasundi.
Dómsmálaráðuneytið er í Skuggasundi.

Skemmdarverk voru unnin á dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um helgina en þar virðist sem óprúttnir aðilar hafi viljað mótmæla meðhöndlun dómsmálayfirvalda á málum Keníamannsins Pauls Ramses.

Að sögn Harðar Jóhannessonar, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, er talið að skemmdarverkin hafi verið unninn aðfaranótt sunnudags. Sprautuð var áletrun á húsið sem lögregla tengir við andstöðu fólks við málsmeðferðina í Ramses-málinu en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað nákvæmlega var skrifað. Þá var lakki skvett á hurðina við aðalinngang ráðuneytisins þannig að ómögulegt var að opna dyrnar með lykli.

Lögregla veit ekki hver var þarna að verki og að sögn Harðar er ekki búið að kanna myndir úr öryggismyndavélum í nágrenninu. Búið var að hreinsa ráðuneytið þegar Vísir hafði samband nú eftir hádegið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×