Innlent

Leitað að manni með alzheimer

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni Sigurði Gísla Bjarnasyni en hann sást síðast á heimili sínu í Lindahverfi í Kópavogi í morgun.

Sigurður Gísli er alzheimer-sjúklingur og illa áttaður að sögn lögreglu. Hann er 175 sentímetrar á hæð, um 80 kíló og frekar þunnhærður með yfirvaraskegg. Hann er klæddur í bláan bleiser-jakka með dökkbláum olnbogahlífum og í ljósum buxum og svörtum skóm.

Ef einhver hefur orðið hans var er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1100. Lögregla segir að björgunarsveitum hafi verið gert viðvart og svæðistjórn hafi verið virkjuð vegna leitarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×