Innlent

Hestar seljast betur vegna bágrar stöðu krónunnar

Hrossakaupmenn sjá mikla breytingu á sölu hrossa eftir fall krónunnar síðustu mánuði. Íslenski hesturinn hefur lengi notið sérstöðu og verið eftirsóttur meðal erlendra kaupenda. Fjöldi íslenskra gæðinga hefur verið seldur til Evrópu og víðar síðustu ár.

Hinrik Bragason hefur verið í hestamennsku í tuttugu ár og er einn þriggja stærstu hrossakaupmanna á landinu. Árlega hefur Hinrik flutt út á annað hundrað hross. Alls hafa um fimmtán hundruð hross hafa verið seld úr landi síðustu fjögur ár. Hinrik segir söluna hafa stóraukist að undanförnu og skýringuna sé að mestu leyti að rekja til gengisfalls krónunnar.

Hinrik segir að verð á keppnishestum og geldingum í fremstu röð geti verið á bilinu þrjár til sex milljónir króna. Góðir kynbótahestar geti jafnvel selst á tugi milljóna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×