Innlent

Um 50 manns mótmæltu við dómsmálaráðuneytið

Talið er að um 50 manns hafi komið saman við dómsmálaráðuneytið í hádeginu til þess að knýja á um lausn mála fyrir Keníamanninn Paul Ramses sem sendur var úr landi í síðustu viku.

Þetta var í annað sinn sem boðað var til mótmæla við ráðuneytið og stendur til að mótmæla framferði íslenskra stjórnvalda næstu þrjá daga. Líkt og á föstudag tóku nokkrir til máls og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að veita Ramses og fjölskyldu hans hæli hér á landi. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona.

Eins og kunnugt er dvelur Ramses nú í Róm þar sem hann bíður þess að ítölsk stjórnvöld taki fyrir beiðni hans um dvalarleyfi. Kona hans og nýfæddur sonur eru hins vegar hér á landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×