Innlent

Innanlandsflug raskast vegna þoku

MYND/Valli

Ekkert hefur verið flogið til Akureyrar og Ísafjarðar í morgun vegna þoku en athuga á nú um ellefuleytið hvort hægt sé að fljúga þangað. Þá er flug til Ísafjarðar einnig í athugun samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Flugfélagi Íslands en þangað hefur heldur ekki verið hægt að fljúga.

Flug til Egilsstaða hefur hins vegar verið á áætlun. Að sögn starfsmanns Flugfélagsins er vonast til þess að hægt verði að nýta glufur sem myndast til þess að fljúga til Akureyrar nú um ellefuleytið. Að öðru leyti eru farþegar beðnir um að fylgjast með brottförum og komum á Textavarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×