Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. janúar 2026 08:36 Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, bregst við gagnrýni sem fram hefur komið vegna uppbyggingar fyrirtækisins á gistihýsum í Skaftafelli sem sumum finnst skemma ásýnd svæðisins. aðsend/samsett Uppbygging Arctic Adventures á þrettán gistihýsum í Skaftafelli er í fullu samræmi við lög og reglur auk þess sem húsin í núverandi mynd endurspegla ekki endanlega ásýnd þeirra þar sem þau eru enn á byggingarstigi. Þá ku verkefnið vera í fullu samræmi við gildandi skipulag sveitarfélagsins og þau leyfi sem fyrir liggja vegna verkefnisins. Þetta segir forstjóri Arctic Adventures sem svarar gagnrýni sem fram hefur komið vegna uppbyggingar húsanna, en lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra vegna málsins. Nokkur umræða hefur skapast um byggingu húsanna í Skaftafelli og sitt sýnist hverjum. Þannig lýsti nágranni þjóðgarðsins í Skaftafelli furðu yfir því í viðtali við Vísi í desember að sveitarstjórnin í Hornafirði hafi yfir höfuð gefið grænt ljós á uppbyggingu nokkurra tuga tveggja hæða gistihúsa í hans næsta nágrenni. Upphaflega hafi húsin átt að vera helmingi færri en nú stendur til, en verið er að reisa þrettán hús í fyrsta áfanga. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, bregst við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á verkefnið í aðsendri grein á Vísi í morgun. Í greininni fullyrðir Ásgeir að öllum lögum og reglum hafi verið fylgt við verkefnið auk þess sem fyrir liggi öll tilskilin leyfi. Hann segir fyrirtækið vilja eiga náið samráð við heimafólk auk þess sem nærsamfélagið njóti góðs af starfsemi fyrirtækisins á svæðinu. „Nú er svo komið að lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Hornafjarðar um byggingarheimild fyrir 13 gistihúsum á lóðinni Skaftafelli 3C frá því 26. nóvember 2025,“ skrifar Ásgeir meðal annars. Hvergi verið kvikað frá reglum Þung orð hafi verið látin falla í garð verkefnisins og vill Ásgeir meina að í sumum tilfellum hafi framkomin gagnrýni ekki tekið mið af því að umrædd hús séu enn á byggingarstigi og endurspegli því ekki endanlega ásýnd húsanna né nærumhverfis þeirra. „Í því sambandi er afar mikilvægt að undirstrika að umrætt verkefni hefur frá upphafi verið unnið í fullu samræmi við lög og reglur og gildandi skipulag sveitarfélagsins og þau leyfi sem liggja fyrir. Hvergi var kvikað frá skipulagsskilmálum hvað varðar stærð né hæð húsanna,“ skrifar Ásgeir. Þá hafi fyrirtækið lýst sig reiðubúið til að taka mið af gagnrýni og gera úrbætur þar sem þar eigi við auk þess að endurskoða hönnun á næsta áfanga verkefnisins. Þá hafi verið haft samráð við fulltrúa sveitarfélagsins auk þess sem fyrirtækið sé tilbúið til „áframhaldandi samtals við heimamenn.“ Taki virkan þátt í atvinnulífinu á svæðinu Þá vísar Ásgeir því á bug að Arctic Adventures sé ekki „raunverulegur vinnuveitandi á svæðinu“ sem hafi sætt gagnrýni, en fyrirtækið hafi verið sakað um að hafa störf og viðskipti af heimamönnum. „Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur,“ skrifar Ásgeir um leið og hann bendir á að fyrirtækið sé virkur þátttakandi í atvinnulífinu víða á svæðinu þar sem það haldi úti fjölbreyttri ferðaþjónustustarfsemi. Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu þrettán gistihýsa í Skaftafelli sem sætt hafa umtalsverðri gagnrýni.aðsend/Jón Ágúst Guðjónsson „Umræða um uppbyggingu, náttúruvernd og ferðaþjónustu er mikilvæg og nauðsynleg. Hún þarf þó að byggja á staðreyndum, samhengi og sanngirni. Við hjá Arctic Adventures og starfsfólk okkar tökum virkan þátt í ferðaþjónustutengdri starfsemi um land allt. Við höfum á undandförnum árum lagt áherslu á að byggja upp starfsemi sem byggir á gæðum, öryggi og virðingu við umhverfið.Við viljum eiga gott samstarf við heimafólk í öllum landshlutum og vera virkur og ábyrgur þátttakandi í samfélaginu,” skrifar Ásgeir að lokum. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðaþjónusta Stjórnsýsla Umhverfismál Skipulag Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um byggingu húsanna í Skaftafelli og sitt sýnist hverjum. Þannig lýsti nágranni þjóðgarðsins í Skaftafelli furðu yfir því í viðtali við Vísi í desember að sveitarstjórnin í Hornafirði hafi yfir höfuð gefið grænt ljós á uppbyggingu nokkurra tuga tveggja hæða gistihúsa í hans næsta nágrenni. Upphaflega hafi húsin átt að vera helmingi færri en nú stendur til, en verið er að reisa þrettán hús í fyrsta áfanga. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, bregst við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á verkefnið í aðsendri grein á Vísi í morgun. Í greininni fullyrðir Ásgeir að öllum lögum og reglum hafi verið fylgt við verkefnið auk þess sem fyrir liggi öll tilskilin leyfi. Hann segir fyrirtækið vilja eiga náið samráð við heimafólk auk þess sem nærsamfélagið njóti góðs af starfsemi fyrirtækisins á svæðinu. „Nú er svo komið að lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Hornafjarðar um byggingarheimild fyrir 13 gistihúsum á lóðinni Skaftafelli 3C frá því 26. nóvember 2025,“ skrifar Ásgeir meðal annars. Hvergi verið kvikað frá reglum Þung orð hafi verið látin falla í garð verkefnisins og vill Ásgeir meina að í sumum tilfellum hafi framkomin gagnrýni ekki tekið mið af því að umrædd hús séu enn á byggingarstigi og endurspegli því ekki endanlega ásýnd húsanna né nærumhverfis þeirra. „Í því sambandi er afar mikilvægt að undirstrika að umrætt verkefni hefur frá upphafi verið unnið í fullu samræmi við lög og reglur og gildandi skipulag sveitarfélagsins og þau leyfi sem liggja fyrir. Hvergi var kvikað frá skipulagsskilmálum hvað varðar stærð né hæð húsanna,“ skrifar Ásgeir. Þá hafi fyrirtækið lýst sig reiðubúið til að taka mið af gagnrýni og gera úrbætur þar sem þar eigi við auk þess að endurskoða hönnun á næsta áfanga verkefnisins. Þá hafi verið haft samráð við fulltrúa sveitarfélagsins auk þess sem fyrirtækið sé tilbúið til „áframhaldandi samtals við heimamenn.“ Taki virkan þátt í atvinnulífinu á svæðinu Þá vísar Ásgeir því á bug að Arctic Adventures sé ekki „raunverulegur vinnuveitandi á svæðinu“ sem hafi sætt gagnrýni, en fyrirtækið hafi verið sakað um að hafa störf og viðskipti af heimamönnum. „Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur,“ skrifar Ásgeir um leið og hann bendir á að fyrirtækið sé virkur þátttakandi í atvinnulífinu víða á svæðinu þar sem það haldi úti fjölbreyttri ferðaþjónustustarfsemi. Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu þrettán gistihýsa í Skaftafelli sem sætt hafa umtalsverðri gagnrýni.aðsend/Jón Ágúst Guðjónsson „Umræða um uppbyggingu, náttúruvernd og ferðaþjónustu er mikilvæg og nauðsynleg. Hún þarf þó að byggja á staðreyndum, samhengi og sanngirni. Við hjá Arctic Adventures og starfsfólk okkar tökum virkan þátt í ferðaþjónustutengdri starfsemi um land allt. Við höfum á undandförnum árum lagt áherslu á að byggja upp starfsemi sem byggir á gæðum, öryggi og virðingu við umhverfið.Við viljum eiga gott samstarf við heimafólk í öllum landshlutum og vera virkur og ábyrgur þátttakandi í samfélaginu,” skrifar Ásgeir að lokum.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðaþjónusta Stjórnsýsla Umhverfismál Skipulag Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira