Erlent

Bush og Medvedev hittast í fyrsta sinn

Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga sinn fyrsta fund með Dimtri Medvedev forseta Rússlands.

Meðal umræðuefna á fundi þeirra verða áhyggjur Rússa af áformum Bandaríkjamanna um að setja upp eldflaugakerfi í Póllandi og Tékklandi. Á móti hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af lýðræðinu í Rússlandi og vaxandi spennu á landmærum þess og Georgíu.

Báðir þjóðarleiðtogarnir eru staddir á G8 fundinum sem nú stendur yfir í Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×