Innlent

20 fíkniefnamál á Landsmóti hestamanna

Fkniefnaleitarhundurinn Bea var mikið notuð við leit um helgina, aðallega í tengslum við landsmótshald á Hellu en þar voru lögreglumenn frá fíkniefnadeild LRH ásamt lögreglumanni frá Selfossi sem jafnframt er umsjónarmaður hundsins.

Um 20 mál komu upp við það eftirlit, öll svokölluð neyslumál, það er að magn efnanna sem fundust gáfu til kynna að þau voru ætluð til neyslu en ekki til dreifingar og sölu.

Þá tók lögreglan á Selfossi 44 ökumenn fyrir að aka of hratt, níu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og tíu vegna ölvunar við akstur.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×