Innlent

Ekkert slys í gríðarlegri umferð til borgarinnar

Ekkert slys varð og ekki einu sinni umferðaróhapp í gríðar mikilli umferð á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, í átt til höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi.

Fólk naut veðurblíðunnar syðra og vestra framundir kvöld þannig að mikill umferðarþungi var alveg framundir miðnætti. Um tíma urðu nokkrar tafir á Suðurlandsvegi, alveg ofan af Hellisheiði og til borgarinnar, en úr því greiddist af sjálfu sér.

Lögregla notaði meðal annars þyrlu til að fylgjast með umferðinni og eru lögreglumenn ánægðir með hvernig til tókst á jörðu niðri.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×