Innlent

Sektuðu sjö fyrir bílbeltaleysi

Lögreglan var við eftirlit á Vallarheiði í dag þegar hún stöðvaði ökumann lítillar rútubifreiðar. Ásamt ökumanni voru í rútunni sjö farþegar og reyndist ökumaðurinn sá eini sem var í öryggisbelti. Farþegarnir þurftu því að greiða sekt á vettvangi og lofuðu að vera spenntir næst. Þá var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni á 148 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Einn ökumaður var stöðvaður í Reykjanesbæ grunaður um fíkniefnaakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×