Fleiri fréttir Söguleg ferð sinfóníuhljómsveitar til Norður Kóreu Tilkynnt hefur verið að sinfóníuhljómsveit New York borgar muni fara í sögulegt tónleikaferðalag til Norður Kóreu í febrúar á næsta ári. 12.12.2007 09:03 Banna eðalsteina frá Búrma til að þrýsta ár þarlend stjórnvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt innflutningsbann á rúbínum og öðrum eðalsteinum frá Búrma. 12.12.2007 08:59 Að drukkna í pappír á Balí Loftslagsráðstefnan á Bali er að drukkna í pappír og hefur pappírsflóðið kostað þúsundir trjáa. 12.12.2007 08:53 Gífurleg bráðnun heimskautaíssins veldur miklum áhyggjum Hinn gífurlega bráðnun sem var á heimskautaísnum á norðurhveli jarðar í sumar veldur vísindamönnum miklum áhyggjum. Sumir þeirra telja að hlýnun jarðarinnar sé þegar orðin svo mikil að ekki verði aftur snúið 12.12.2007 07:58 Sex nemar særðust í skotárás í Las Vegas Sex menntaskólanemar særðust í skotárás sem gerð var í skólabíl þeirra í Las Vegas í aðfararnótt miðvikudagsins. 12.12.2007 07:56 Tvö innbrot í borginni í nótt Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þjófarnir komust undan í báðum tilvikum 12.12.2007 07:09 Mælir með árgerð 2003 12.12.2007 00:01 Féll fyrir eigin hendi Matthew Murray, sem skaut fjóra til bana í Colorado fylki í Bandaríkjunum á sunnudaginn, lést af völdum áverka sem hann hlaut þegar hann skaut sjálfan sig í höfuðið. Þetta kom fram við krufningu. 11.12.2007 23:35 Líkir hegðun Jóns Helga við handrukkun Reynir Traustason, ábyrgðarmaður tímaritsins Ísafoldar, kallar Jón Helga Guðmundsson, aðaleiganda Kaupáss, ómerking sem hann hafi aldrei hitt í eigin persónu. 11.12.2007 19:43 Danskur starfsmaður SÞ lést í Alsír Danskur starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum er meðal þeirra sem fórust í sprengjutilræðum í Algeirsborg í Alsír í morgun. Þetta upplýsti Lars Thuesen, deildarstjóri í danska utanríkisráðuneytinu í gær. 11.12.2007 21:45 Vilja láta kanna áhrif nagladekkja á heilsu Umhverfisráð Reykjavíkurborgar vill láta kanna kostnað vegna óþrifa af tjöruaustri og heilsuspillandi áhrifa svifryks af völdum nagladekkja. 11.12.2007 19:15 Fátækir flýja út á land Fátækir eru farnir að flýja dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og leita í ódýrara úti á landi að sögn félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem sér um matarúthlutun fyrir jólin. 11.12.2007 18:41 15 mánaða skilorð fyrir kynferðissamband við nemanda Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir kynferðislegt samband við stúlku undir lögaldri. Maðurinn var bæði kennari og íþróttaþjálfari stúlkunnar. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 500 þúsund króna bætur. 11.12.2007 18:40 Trefjarnar voru úr fötum Kristins Veigars Efnisþræðirnir sem fundust á bifreið mannsins sem handtekinn var í tengslum við bílslysið í Keflavík, þegar fjögurra ára gamall drengur lést, voru úr fötum drengsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 11.12.2007 17:28 Grætur það ekki þótt fækki um einn Baugsmiðil Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss sem rekur meðal annars verslanirnar Nóatún, Krónuna og 11-11, segist ekki getað borið ábyrgð á því að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir tímaritið Ísafold eins og ritsjóri þess ýjaði að fyrir helgi. Hann gráti það þó ekki sérstaklega þó það fækki um einn Baugsmiðil í landinu. 11.12.2007 16:58 Búist við 600 milljóna króna afgangi í Hafnarfirði á næsta ári Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði gera ráð fyrir að rekstur bæjarfélagsins skili 600 milljóna króna afgangi á næsta ári. 11.12.2007 16:52 Lögregla leitar að eigendum sæþotu og gúmmíbáts Lögreglan á Selfossi leitar enn að eigendum sæþotu, gúmmíbáts og utanborðsmótors sem fannst sendibifreið sem karlmaður hafði stolið í Reykjavík. 11.12.2007 16:37 Fimm mánaða fangelsi fyrir að stela bíl og keyra fullur 25 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af tvo skilorðsbundna, fyrir að hafa stolið bíl og ekið honum fullur í grennd við Egilsstaði. 11.12.2007 16:27 Jón hættir sem vegamálastjóri 1. mars Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum 1. mars næstkomandi eftir ríflega 43 ára samfellt starf hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram á vef Vegagerðinnar. 11.12.2007 16:21 12 starfsmanna SÞ saknað Að minnsta kosti einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Alsír lést í sprengjutilræði í Algeirsborg í dag og tólf starfsmanna samtakanna er saknað. Að minnsta kosti 67 létust þegar tvær bílasprengjur sprungu, önnur við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna og hin nærri Hæstarétti landsins þar sem strætisvagn fullur af námsmönnum ók hjá. 11.12.2007 16:20 Kristinn litli borinn til grafar Útför Kristins Veigars Sigurðssonar fór fram frá Keflavíkurkirkju í dag. Ekið var á Kristinn þann 30. nóvember síðastliðinn. Hann lést daginn eftir. 11.12.2007 16:14 Dönsk boltabulla þarf að dúsa í fangelsi Maðurinn sem hljóp inn á völlinn og veittist að dómaranum í leik Svía og Dana á Parken í byrjun júní var í dag dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir uppátækið í Eystri-Landsrétti í Danmörku. 11.12.2007 15:55 Heimild veitt til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð Meirirhluti fjárlaganefndar leggur til í framhaldsnefndaráliti vegna fjárlaga næsta árs að ríkið fái heimilt til að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um lóð undir samgöngumiðstöð sem fyrirhugað er að reisa í Vatnsmýrinni. 11.12.2007 15:47 Dæmdir fyrir metamfetamínsmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo Litháa í annars vegar átta mánaða og hins vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla hátt í 300 grömmum af metamfetamíni til landsins. 11.12.2007 15:18 Sextíu og sjö látnir eftir tilræði í Alsír Sextíu og sjö manns eru sagðir látnir eftir tvær bílsprengjuárásir í Algeirsborg í Alsír í dag. 11.12.2007 14:53 Vilja allar raflínur í jörð Fulltrúar úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd sem á að móta stefnu um hvernig leggja megi á næstu árum og áratugum raflínur í jörð sem nú eru ofan jarðar. 11.12.2007 14:31 Hálfs árs fangelsi fyrir að þykjast vera annar maður Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Janas, í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í tvö ár villt á sér heimildir og þóst vera annar maður. 11.12.2007 14:13 Minjavernd taki við gamla ÁTVR-húsinu á Seyðisfirði ÁTVR harmar ef innréttingar í fyrrverandi vínbúð fyrirtækisins á Seyðisfirði hafi skemmst í gær en þá var hafist handa við að rífa þær niður í óleyfi. 11.12.2007 13:40 Íslendingur vann við hugbúnaðinn fyrir vélmennið á Mars Ari Kristinn Jónsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík vann að gerð tölvuhugbúnaðarins sem notaður er til að stjórna athöfnum vélmennis NASA á Mars. 11.12.2007 13:25 Myndavél gegn minnisleysi Lítil stafræn myndavél gæti orðið lykillinn að því að hjálpa fólki sem á við minnisleysi að stríða. Sensecam vélin sem framleidd er af Microsoft tekur myndir af daglegum hlutum á 30 sekúndna fresti. Hægt er að skoða myndirnar seinna á miklum hraða til að hressa upp á minni einstaklinga. 11.12.2007 13:19 Ekki þjóðaratkvæði í Danmörku um nýjan ESB-samning Ekki verður þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um nýjan samning um umbætur á starfi Evrópusambandsins. 11.12.2007 13:12 Nærri áttatíu milljónir af skuldum RÚV afskrifaðar Lagt er til að 79 milljónir króna af skuldum Ríkisútvarpsins ohf. við ríkissjóð verði afskrifaðar á þessu og næsta ári og á það ásamt hækkuðum afnotagjöldum og öðrum aðgerðurm að lyfta eiginfjárhlutfalli félagsins í 15 prósent eins og til stóð við stofnun þess. 11.12.2007 12:46 Efast um að allar þjóðir standi við loforð um stuðning Utanríkisráðherra efast um að allar þær þjóðir sem heitið hafa stuðningi við framboð Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna standi við loforð sitt. 11.12.2007 12:45 Láglaunafólki fjölgar í landinu Láglaunafólki fjölgaði og hlutfall yfirvinnustunda af heildarlaunakostnaði minnkaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt vísitölu launakostnaðar. 11.12.2007 12:30 Rússneskt flugmóðurskip um íslenska efnahagslögsögu Rússneskt flugmóðurskip með 47 herflugvélar um borð, ásamt ellefu öðrum herskipum og að öllum líkindum kafbátum, fara væntanlega um íslenska efnahagslögsögu suðaustur af landinu í dag. 11.12.2007 12:15 Medvedev vill Pútín sem forsætisráðherra Rússlands Vladimir Putin núverandi forseti Rússlands gæti orðið næsti forsætisráðherra samkvæmt því sem líklegasti arftaki hans í forsetastóli Dmitry Medvedev segir. Putin lýsti í gær yfir stuðningi við Medvedev til forseta, en hann gegnir nú stöðu aðstoðarforsætisráðherra. 11.12.2007 12:11 Hátt í 50 látnir í tilræðum í Algeirsborg Að minnsta kosti 47 menn létu lífið í sprengjutilræðum í Alsír í morgun. 11.12.2007 12:00 Tuttugu og átta fá heiðurslaun listamanna Gert er ráð fyrir að 28 listamenn hljóti heiðurslaun listamanna á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar við vinnslu fjárlaga næsta árs. 11.12.2007 11:39 Tekjuafgangur ríkissjóðs tæpir 40 milljarðar á næsta ári Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs á næsta ári verði rúmir 39,2 milljarðar króna samkvæmt framhaldsáliti meirihluta fjárlaganefndar milli annarrar og þriðju umræðu um fjárlög næsta árs. 11.12.2007 11:24 Kalli Bjarni í Héraðsdómi: Ég var burðardýr Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson mætti fyrir dómara í morgun og hlýddi á ákærur ríkissaksóknara á hendur honum sem þingfestar voru í Héraðsdómi Reykjaness. 11.12.2007 10:42 Borgin skipar aðgerðahóp vegna PISA-könnunar Menntaráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að skipa sérstakan aðgerðahóp sem á að hefja viðræður við menntamálaráðuneyti, menntastofnanir og skólaþróunarsamtök til þess að styrkja kennsluhætti í þeim greinum þar sem íslenskir nemendur hafa dalað í alþjóðlegum samanburði. 11.12.2007 10:22 Opnun Mænuskaðastofnunar í dag Mænuskaðastofnun íslands tekur formlega til starfa í dag. Tilgangur stofnunarinnar er meðal annars að afla fjár til að styðja brautryðjendur í leit að lækningu á mænuskaða og kosta tilraunaaðgerðir á mænusköðuðu fólki. Þannig verði stuðlað að því að lækning á mænuskaða verði að veruleika. 11.12.2007 10:16 Vinnuveitandi segir ökumann olíubifreiðar ekki hafa verið ölvaðan í bílveltu Ökumaður olíuflutningabifreiðarinnar sem valt með þrjátíu þúsund lítra af olíu innanborðs á Vestfjörðum um helgina segist ekki hafa verið ölvaður þegar slysið var. Lögreglan á Ísafirði hefur manninn grunaðan um að hafa verið ölvaður þegar hann ók fullhlöðnum olíuflutningabíl með þeim afleiðingum að hann valt á hliðina. 11.12.2007 10:08 Flugvélum fjölgar en flugumferðarstjórum ekki Hundrað þúsundasta flugvélin á árinu fer um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í dag og hafa frá upphafi aldrei verið fleiri á einu ári 11.12.2007 10:03 Órói vegna leynifundar Tapas níu hópsins Foreldrar Madeleine McCann héldu leynilegan fund með vinafólki þeirra sem borðaði með þeim í Portúgal kvöldið sem dóttir þeirra hvarf. Portúgalska lögreglan mun hafa verið full grunsemda vegna fundar hjónanna með vinunum sjö, en hópurinn gengur undir nafninu Tapas níu. 11.12.2007 10:01 Sjá næstu 50 fréttir
Söguleg ferð sinfóníuhljómsveitar til Norður Kóreu Tilkynnt hefur verið að sinfóníuhljómsveit New York borgar muni fara í sögulegt tónleikaferðalag til Norður Kóreu í febrúar á næsta ári. 12.12.2007 09:03
Banna eðalsteina frá Búrma til að þrýsta ár þarlend stjórnvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt innflutningsbann á rúbínum og öðrum eðalsteinum frá Búrma. 12.12.2007 08:59
Að drukkna í pappír á Balí Loftslagsráðstefnan á Bali er að drukkna í pappír og hefur pappírsflóðið kostað þúsundir trjáa. 12.12.2007 08:53
Gífurleg bráðnun heimskautaíssins veldur miklum áhyggjum Hinn gífurlega bráðnun sem var á heimskautaísnum á norðurhveli jarðar í sumar veldur vísindamönnum miklum áhyggjum. Sumir þeirra telja að hlýnun jarðarinnar sé þegar orðin svo mikil að ekki verði aftur snúið 12.12.2007 07:58
Sex nemar særðust í skotárás í Las Vegas Sex menntaskólanemar særðust í skotárás sem gerð var í skólabíl þeirra í Las Vegas í aðfararnótt miðvikudagsins. 12.12.2007 07:56
Tvö innbrot í borginni í nótt Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þjófarnir komust undan í báðum tilvikum 12.12.2007 07:09
Féll fyrir eigin hendi Matthew Murray, sem skaut fjóra til bana í Colorado fylki í Bandaríkjunum á sunnudaginn, lést af völdum áverka sem hann hlaut þegar hann skaut sjálfan sig í höfuðið. Þetta kom fram við krufningu. 11.12.2007 23:35
Líkir hegðun Jóns Helga við handrukkun Reynir Traustason, ábyrgðarmaður tímaritsins Ísafoldar, kallar Jón Helga Guðmundsson, aðaleiganda Kaupáss, ómerking sem hann hafi aldrei hitt í eigin persónu. 11.12.2007 19:43
Danskur starfsmaður SÞ lést í Alsír Danskur starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum er meðal þeirra sem fórust í sprengjutilræðum í Algeirsborg í Alsír í morgun. Þetta upplýsti Lars Thuesen, deildarstjóri í danska utanríkisráðuneytinu í gær. 11.12.2007 21:45
Vilja láta kanna áhrif nagladekkja á heilsu Umhverfisráð Reykjavíkurborgar vill láta kanna kostnað vegna óþrifa af tjöruaustri og heilsuspillandi áhrifa svifryks af völdum nagladekkja. 11.12.2007 19:15
Fátækir flýja út á land Fátækir eru farnir að flýja dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og leita í ódýrara úti á landi að sögn félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem sér um matarúthlutun fyrir jólin. 11.12.2007 18:41
15 mánaða skilorð fyrir kynferðissamband við nemanda Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir kynferðislegt samband við stúlku undir lögaldri. Maðurinn var bæði kennari og íþróttaþjálfari stúlkunnar. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 500 þúsund króna bætur. 11.12.2007 18:40
Trefjarnar voru úr fötum Kristins Veigars Efnisþræðirnir sem fundust á bifreið mannsins sem handtekinn var í tengslum við bílslysið í Keflavík, þegar fjögurra ára gamall drengur lést, voru úr fötum drengsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 11.12.2007 17:28
Grætur það ekki þótt fækki um einn Baugsmiðil Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss sem rekur meðal annars verslanirnar Nóatún, Krónuna og 11-11, segist ekki getað borið ábyrgð á því að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir tímaritið Ísafold eins og ritsjóri þess ýjaði að fyrir helgi. Hann gráti það þó ekki sérstaklega þó það fækki um einn Baugsmiðil í landinu. 11.12.2007 16:58
Búist við 600 milljóna króna afgangi í Hafnarfirði á næsta ári Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði gera ráð fyrir að rekstur bæjarfélagsins skili 600 milljóna króna afgangi á næsta ári. 11.12.2007 16:52
Lögregla leitar að eigendum sæþotu og gúmmíbáts Lögreglan á Selfossi leitar enn að eigendum sæþotu, gúmmíbáts og utanborðsmótors sem fannst sendibifreið sem karlmaður hafði stolið í Reykjavík. 11.12.2007 16:37
Fimm mánaða fangelsi fyrir að stela bíl og keyra fullur 25 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af tvo skilorðsbundna, fyrir að hafa stolið bíl og ekið honum fullur í grennd við Egilsstaði. 11.12.2007 16:27
Jón hættir sem vegamálastjóri 1. mars Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum 1. mars næstkomandi eftir ríflega 43 ára samfellt starf hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram á vef Vegagerðinnar. 11.12.2007 16:21
12 starfsmanna SÞ saknað Að minnsta kosti einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Alsír lést í sprengjutilræði í Algeirsborg í dag og tólf starfsmanna samtakanna er saknað. Að minnsta kosti 67 létust þegar tvær bílasprengjur sprungu, önnur við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna og hin nærri Hæstarétti landsins þar sem strætisvagn fullur af námsmönnum ók hjá. 11.12.2007 16:20
Kristinn litli borinn til grafar Útför Kristins Veigars Sigurðssonar fór fram frá Keflavíkurkirkju í dag. Ekið var á Kristinn þann 30. nóvember síðastliðinn. Hann lést daginn eftir. 11.12.2007 16:14
Dönsk boltabulla þarf að dúsa í fangelsi Maðurinn sem hljóp inn á völlinn og veittist að dómaranum í leik Svía og Dana á Parken í byrjun júní var í dag dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir uppátækið í Eystri-Landsrétti í Danmörku. 11.12.2007 15:55
Heimild veitt til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð Meirirhluti fjárlaganefndar leggur til í framhaldsnefndaráliti vegna fjárlaga næsta árs að ríkið fái heimilt til að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um lóð undir samgöngumiðstöð sem fyrirhugað er að reisa í Vatnsmýrinni. 11.12.2007 15:47
Dæmdir fyrir metamfetamínsmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo Litháa í annars vegar átta mánaða og hins vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla hátt í 300 grömmum af metamfetamíni til landsins. 11.12.2007 15:18
Sextíu og sjö látnir eftir tilræði í Alsír Sextíu og sjö manns eru sagðir látnir eftir tvær bílsprengjuárásir í Algeirsborg í Alsír í dag. 11.12.2007 14:53
Vilja allar raflínur í jörð Fulltrúar úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd sem á að móta stefnu um hvernig leggja megi á næstu árum og áratugum raflínur í jörð sem nú eru ofan jarðar. 11.12.2007 14:31
Hálfs árs fangelsi fyrir að þykjast vera annar maður Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Janas, í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í tvö ár villt á sér heimildir og þóst vera annar maður. 11.12.2007 14:13
Minjavernd taki við gamla ÁTVR-húsinu á Seyðisfirði ÁTVR harmar ef innréttingar í fyrrverandi vínbúð fyrirtækisins á Seyðisfirði hafi skemmst í gær en þá var hafist handa við að rífa þær niður í óleyfi. 11.12.2007 13:40
Íslendingur vann við hugbúnaðinn fyrir vélmennið á Mars Ari Kristinn Jónsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík vann að gerð tölvuhugbúnaðarins sem notaður er til að stjórna athöfnum vélmennis NASA á Mars. 11.12.2007 13:25
Myndavél gegn minnisleysi Lítil stafræn myndavél gæti orðið lykillinn að því að hjálpa fólki sem á við minnisleysi að stríða. Sensecam vélin sem framleidd er af Microsoft tekur myndir af daglegum hlutum á 30 sekúndna fresti. Hægt er að skoða myndirnar seinna á miklum hraða til að hressa upp á minni einstaklinga. 11.12.2007 13:19
Ekki þjóðaratkvæði í Danmörku um nýjan ESB-samning Ekki verður þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um nýjan samning um umbætur á starfi Evrópusambandsins. 11.12.2007 13:12
Nærri áttatíu milljónir af skuldum RÚV afskrifaðar Lagt er til að 79 milljónir króna af skuldum Ríkisútvarpsins ohf. við ríkissjóð verði afskrifaðar á þessu og næsta ári og á það ásamt hækkuðum afnotagjöldum og öðrum aðgerðurm að lyfta eiginfjárhlutfalli félagsins í 15 prósent eins og til stóð við stofnun þess. 11.12.2007 12:46
Efast um að allar þjóðir standi við loforð um stuðning Utanríkisráðherra efast um að allar þær þjóðir sem heitið hafa stuðningi við framboð Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna standi við loforð sitt. 11.12.2007 12:45
Láglaunafólki fjölgar í landinu Láglaunafólki fjölgaði og hlutfall yfirvinnustunda af heildarlaunakostnaði minnkaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt vísitölu launakostnaðar. 11.12.2007 12:30
Rússneskt flugmóðurskip um íslenska efnahagslögsögu Rússneskt flugmóðurskip með 47 herflugvélar um borð, ásamt ellefu öðrum herskipum og að öllum líkindum kafbátum, fara væntanlega um íslenska efnahagslögsögu suðaustur af landinu í dag. 11.12.2007 12:15
Medvedev vill Pútín sem forsætisráðherra Rússlands Vladimir Putin núverandi forseti Rússlands gæti orðið næsti forsætisráðherra samkvæmt því sem líklegasti arftaki hans í forsetastóli Dmitry Medvedev segir. Putin lýsti í gær yfir stuðningi við Medvedev til forseta, en hann gegnir nú stöðu aðstoðarforsætisráðherra. 11.12.2007 12:11
Hátt í 50 látnir í tilræðum í Algeirsborg Að minnsta kosti 47 menn létu lífið í sprengjutilræðum í Alsír í morgun. 11.12.2007 12:00
Tuttugu og átta fá heiðurslaun listamanna Gert er ráð fyrir að 28 listamenn hljóti heiðurslaun listamanna á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar við vinnslu fjárlaga næsta árs. 11.12.2007 11:39
Tekjuafgangur ríkissjóðs tæpir 40 milljarðar á næsta ári Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs á næsta ári verði rúmir 39,2 milljarðar króna samkvæmt framhaldsáliti meirihluta fjárlaganefndar milli annarrar og þriðju umræðu um fjárlög næsta árs. 11.12.2007 11:24
Kalli Bjarni í Héraðsdómi: Ég var burðardýr Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson mætti fyrir dómara í morgun og hlýddi á ákærur ríkissaksóknara á hendur honum sem þingfestar voru í Héraðsdómi Reykjaness. 11.12.2007 10:42
Borgin skipar aðgerðahóp vegna PISA-könnunar Menntaráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að skipa sérstakan aðgerðahóp sem á að hefja viðræður við menntamálaráðuneyti, menntastofnanir og skólaþróunarsamtök til þess að styrkja kennsluhætti í þeim greinum þar sem íslenskir nemendur hafa dalað í alþjóðlegum samanburði. 11.12.2007 10:22
Opnun Mænuskaðastofnunar í dag Mænuskaðastofnun íslands tekur formlega til starfa í dag. Tilgangur stofnunarinnar er meðal annars að afla fjár til að styðja brautryðjendur í leit að lækningu á mænuskaða og kosta tilraunaaðgerðir á mænusköðuðu fólki. Þannig verði stuðlað að því að lækning á mænuskaða verði að veruleika. 11.12.2007 10:16
Vinnuveitandi segir ökumann olíubifreiðar ekki hafa verið ölvaðan í bílveltu Ökumaður olíuflutningabifreiðarinnar sem valt með þrjátíu þúsund lítra af olíu innanborðs á Vestfjörðum um helgina segist ekki hafa verið ölvaður þegar slysið var. Lögreglan á Ísafirði hefur manninn grunaðan um að hafa verið ölvaður þegar hann ók fullhlöðnum olíuflutningabíl með þeim afleiðingum að hann valt á hliðina. 11.12.2007 10:08
Flugvélum fjölgar en flugumferðarstjórum ekki Hundrað þúsundasta flugvélin á árinu fer um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í dag og hafa frá upphafi aldrei verið fleiri á einu ári 11.12.2007 10:03
Órói vegna leynifundar Tapas níu hópsins Foreldrar Madeleine McCann héldu leynilegan fund með vinafólki þeirra sem borðaði með þeim í Portúgal kvöldið sem dóttir þeirra hvarf. Portúgalska lögreglan mun hafa verið full grunsemda vegna fundar hjónanna með vinunum sjö, en hópurinn gengur undir nafninu Tapas níu. 11.12.2007 10:01