Innlent

Láglaunafólki fjölgar í landinu

Láglaunafólki fjölgaði og hlutfall yfirvinnustunda af heildarlaunakostnaði minnkaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt vísitölu launakostnaðar.

Í útreikningum Hagstofunnar á vísitölu launakostnaðar kemur fram að á þriðja ársfjórðungi þessa árs lækkaði vísitalan í þremur atvinnugreinum af fjórum. Mest lækkkaði vísitalan um 1,9 prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð en hún hækkaði lítillega í iðnaði.

Vísitalan mælir þann kostnað sem vinnuveitandi hefur af því að hafa launamann. Allar breytingar á vísitölunni geta því endurspeglað meðal annars samspil annars vegar launa á vinnumarkaði og hins vegar hlutfall lág- eða hálaunafólks af heildarvinnuafli.

Það sem af er þessu ári hefur vísitalan þó hækkaði í öllum atvinnugreinum. Það sem skýrir lækkunina nú er meðal annars hátt hlutfall sumarstarfsfólks á þriðja ársfjórðungi og fækkun yfirvinnustunda í launum.

Samkvæmt skýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands sem birt var í lok síðasta mánaðar er launakostnaður hér á landi svipaður og á hinum Norðurlöndunum. Hann er þó minnstur í verslun og viðgerðarþjónustu en mestur í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×