Innlent

15 mánaða skilorð fyrir kynferðissamband við nemanda

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir kynferðislegt samband við stúlku undir lögaldri. Maðurinn var bæði kennari og íþróttaþjálfari stúlkunnar. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 500 þúsund króna bætur.

Í dómnum kemur fram að stúlkan var þrettán ára þegar kynferðislegt samband hennar við manninn hófst og stóð það yfir í þrjú ár. Samkvæmt almennum hegningarlögum skal sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ungmenni, yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, sæta fangelsi allt að 8 árum og allt að 12 fangelsi sé barn yngra en 16 ára.

Í dómnum segir að með athæfum sínum hafi maðurinn framið alvarlegt trúnaðarbrot. Það var hins vegar virt honum til málsbóta, að gagnkvæmt ástarsamband hafi verið á milli hans og stúlkunnar og hann hafi lýst því, að fyrir sitt leyti hefði hann viljað halda því áfram og gera það opinbert. Því ákvað dómunum 15 mánaða skilorðbundin refsing hæfileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×