Innlent

Nærri áttatíu milljónir af skuldum RÚV afskrifaðar

MYND/GVA

Lagt er til að 79 milljónir króna af skuldum Ríkisútvarpsins ohf. við ríkissjóð verði afskrifaðar á þessu og næsta ári og á það ásamt hækkuðum afnotagjöldum og öðrum aðgerðurm að lyfta eiginfjárhlutfalli félagsins í 15 prósent eins og til stóð við stofnun þess.

Lagt er til í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar að auka fjárheimild RÚV ohf. um 14 milljarða á næsta ári til að létta af skuldum þess. Bent er á að í fjáraukalögum fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir að 65 milljónir af skuldum félagsins verði afskrifaðar og verður því samtals aflétt lánum við ríkissjóð fyrir 79 milljónir króna. 35 milljónir króna af því fé eru vegna biðlauna umfram forsendur og 44 milljónir vegna þess sem vantaði upp á til að eigið fé um síðustu áramót hefði verið 15 prósent.

Við þetta bætist að lagt var til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs að afnotagjöld RÚV hækkuðu um fjögur prósent frá 1. desember síðastliðnum þannig að tekjur félagsins ykjust um 110 milljónir á ári. Með lánaafléttingunni, hækkun afnotagjalda og öðrum aðgerðum verður eiginfjárhlutfall í hlutafélaginu um 15 prósent eins og til stóð við stofnun þess.

Rekstarafkoma lakari vegna aukinna biðlauna og hærri launakostnaðar

Meirihluti fjárlaganefndar bendir á í framhaldsnefndaráliti sínu fyrir fjárlög næsta árs að stofnun hlutafélags um RÚV hafi seinkað um þrjá mánuði og varð rekstrarafkoma á því tímabili nokkru lakari en ráð var fyrir gert í upphaflegri áætlun, einkum vegna aukinna biðlauna og hærri launakostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×