Innlent

Fimm mánaða fangelsi fyrir að stela bíl og keyra fullur

Egilsstaðir
Egilsstaðir

25 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af tvo skilorðsbundna, fyrir að hafa stolið bíl og ekið honum fullur í grennd við Egilsstaði.

Maðurinn játaði en hann hefur fimm sinnum verið sakfelldur fyrir hegningarlagabrot og umferðarlagabrot. Þetta var í fjórða sinn sem hann gerist sekur um nytjastuld og ölvunarakstur og í annað sinn sem hann gerist sekur um akstur sviptur ökurétti.

Í ljósi þessa þótti refsing hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði. Rétt þótti hinsvegar að fresta fullnustu tveggja mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu dómsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×