Innlent

Rússneskt flugmóðurskip um íslenska efnahagslögsögu

Rússneskt flugmóðurskip með 47 herflugvélar um borð, ásamt ellefu öðrum herskipum og að öllum líkindum kafbátum, fara væntanlega um íslenska efnahagslögsögu suðaustur af landinu í dag.

Herskipalestin er á leið úr Barentshafi inn á Miðjarðarhafið. Þar ætlar flotadeildin að efna til sameiginlegra heræfinga með Svartahafsflota Rússa. Þær verða þær umfangsmestu frá því að kalda stríðinu lauk og virðast vera liður í þeim áformum Rússa að minna á hernaðarmátt sinn.

Flotadeildin þarf ekki að leita leyfa til að fara inn í 200 sjómílna efnahagslögsöguna en hún má ekki fara inn í 12 mílna landhelgina án leyfis. Norðmenn og Bretar fylgjast með siglingu flotadeildarinnar úr lofti og ef flugvélar verða sendar á loft frá flugmóðurskipinu munu ratsjárstöðvarnar hér á landi fylgjast með þeim.

Við sambærilegar aðstæður hefði eftirliti með skipunum að verulegu leyti verið sinnt af Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan það var hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×