Erlent

Órói vegna leynifundar Tapas níu hópsins

Tapas níu hópurinn hefur ekki komið saman frá því í Portúgal.
Tapas níu hópurinn hefur ekki komið saman frá því í Portúgal. MYND/AFP
Foreldrar Madeleine McCann héldu leynilegan fund með vinafólki þeirra sem borðaði með þeim í Portúgal kvöldið sem dóttir þeirra hvarf. Portúgalska lögreglan mun hafa verið full grunsemda vegna fundar hjónanna með vinunum sjö, en hópurinn gengur undir nafninu Tapas níu.

Samkvæmd heimildum breska blaðsins Daily Express brugðust háttsettir rannsóknarmenn innan portúgölsku lögreglunnar illa við fundi níumenninganna. Hann mun hafa snúist um að samræma frásagnir vegna málsins.

Þetta var í fyrsta sinn sem allur hópurinn hittist eftir hvarf Madeleine í Praia da Luz 3. maí síðastliðinn. Samkvæmt portúgölskum lögum er lagalega ekkert því til fyrirstöðu að hópourinn hittist þrátt fyrir að Kate og Gerry séu enn grunuð í málinu. Samkvæmt breskum lögum mætti hópurinn hins vegar ekki hittast þar sem hann geymir lykilvitni sem gætu fengið réttarstöðu grunaðra í málinu.

Portúgalska lögreglan hefur miklar áhyggjur af því að fundurinn hafi verið til að samræma frásögn þeirra um hvað gerðist kvöldið afdrifaríka. Hún undirbýr nú yfirheyrslur yfir McCann hjónunum og vinum þeirra í Bretlandi. Beiðni um að yfirheyra fólkið í Bretlandi var send breska innanríkisráðuneytinu fyrir skemmstu.

Fundurinn átti sér stað í lok nóvember á heimili Kate og Gerry í Rothley í Leichesterskíri og kom fólkið víðs vegar að frá Bretlandi til að hittast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×