Erlent

Gífurleg bráðnun heimskautaíssins veldur miklum áhyggjum

MYND/AP

Hinn gífurlega bráðnun sem var á heimskautaísnum á norðurhveli jarðar í sumar veldur vísindamönnum miklum áhyggjum. Sumir þeirra telja að hlýnun jarðarinnar sé þegar orðin svo mikil að ekki verði aftur snúið

Samkvæmt rannsóknum bráðnaði ísinn á Grænlandsjökli um 552 milljarða tonna sem er 19 milljörðum tonna meir en nam fyrra meti og ísþekjan við norðurpólinn minnkaði um helming frá því sem hún var fyrir fjórum árum síðan.

Þessa upplýsingar koma frá gerfihnattargögnum sem bandaríska geimferðastofnunum NASA hefur gert opinber. Áður hafa vísindamenn látið í ljós þá skoðun að heimskautaísinn muni hverfa alveg árið 2040. Gögn NASA gefa til kynna að það gæti orðið þegar árið 2012 eða eftir aðeins fimm ár.

Dýralíf á og við heimskautaísinn er mjög viðkvæmt fyrir breytingum á hitastigi og bráðnun íssins og eru hvítabirnir nú til dæmis taldir í bráðri útrýmingarhættu.

Haldi ísinn áfram að bráðna með viðlíka hraða getur það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fiskveiðar strandþjóða eins og Íslands. Mikilvægar fisktegundir, eins og loðna, þrífast best í köldum sjó og gætu alfarið horfið af núverandi slóðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×