Fleiri fréttir

Miklir snjóstormar herja á Bandaríkin

Að minnsta kosti fjórtán manns hafa farist og yfir hálf milljón manna eru rafmagnslaus eftir mikla snjóstorma sem herjað hafa á sléttum Bandaríkjanna undanfarnar tvær vikur.

Annríki hjá hjálparsveitum vegna ofsaveðurs

Björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Hafnarfirði hefur borist að minnsta kosti 25 hjálparbeiðnir í kvöld. Nú vinna um 50 björgunarsveitarmenn að því að leysa þau. Verst hefur ástandið verið við norðurbakka hafnarinnar þar sem nokkrar nýbyggingar eru.

Hellisheiðin lokuð

Hellisheiðin er lokuð vegna umferðaróhapps en fólksbíll og jepplingur rákust saman í Hveradalabrekkunni um hálfníuleytið í kvöld.

Herjólfi seinkar

Herjólfur, er nú staddur fjórtán mílum undan Vestmannaeyjum. Mikið hvassviðri er við Eyjarnar og því er talið að skipið ná ekki að landi fyrr en um tvöleytið í nótt. Skipið átti að koma til Eyja um klukkan tíu í kvöld.

Í sex og hálft ár á bak við lás og slá

Dómari úrskurðaði fyrir skömmu að fyrrverandi fjölmiðlakóngurinn Conrad Black skyldi sæta fangelsi í sex og hálft ár. Hann á að hefja afplánun eftir þrjá mánuði en fær að ganga laus þangað, til gegn tæplega 1300 milljóna króna tryggingu. Black þarf einnig að greiða 7,6 milljónir íslenskra króna í sekt.

Al Gore útilokar ekki forsetaframboð í framtíðinni

Al Gore, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann hefði ekki hug á að sitja í ríkisstjórn eftir næstu kosningar sem verða á næsta ári. Ef hann myndi snúa sér aftur að stjórnmálum yrði það sem forsetaframbjóðandi.

Stórslasaðist við að setja upp jólaseríur

Þúsundir Íslendinga eru þessa dagana að setja upp jólaseríur á húsum sínum. Slíkt getur verið varasamt eins og Snorri Einarsson þrítugur Hornfirðingur komst að í gær þegar hann féll hátt í fjóra metra niður úr stiga við slíka iðju.

Vilja bjarga Mikka mús

Mikki mús er í útrýmingarhættu. Ekki þó sá Mikki mús sem Walt Disney teiknaði heldur lítið nagdýr sem býr í Gobi eyðimörkinni í Mongólíu. Mikki þessi er með risastór eyru, stökkfætur sem líkjast kengúrufótum og skott með svartan og hvítan dúsk á endanum.

Samábyrgð er lokið

Æfingunni Samábyrgð 2007, sem staðið hefur yfir um allt land í dag, lauk klukkan fimm. Að æfingu lokinni héldu aðgerðarstjórnir fundi til að meta árangur og draga lærdóma af henni. Æfingunni var stjórnað af ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni.

Saug upp eitur og vill miskabætur

Þrjátíu og tveggja ára gamall karlmaður hefur stefnt Samskipum vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir. Maðurinn, var þann 10. ágúst 2005, við vinnu í þvottastöð Samskipa við Holtabakka.

Framsal vatnsréttinda í Þjórsá háð virkjanaleyfi

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði ekkert framsal á vatnsréttindum hafa farið fram með samningi ríkisins og Landsvirkjunar vegna vatnsréttinda í Þjórsá sem gerður var nokkrum dögum fyrir kosningar. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Lýst eftir Krymski á Schengen-svæðinu

Lýst hefur verið eftir Przemyslav Pawel Krymski í upplýsingakerfi Schengen landanna (SIS) en Krymski rauf farbann og flaug til Kaupmannahafnar í síðustu viku. Krymski er auk tveggja annara Pólverja grunaður um aðild að nauðgun í heimahúsi á Selfossi fyrir skömmu.

Um 40% nota nagladekk

Þrjátíu og átta prósent bifreiða í Reykjavík reyndust vera á negldum hjólbörðum þriðjudaginn 4. desember síðastliðinn. Á sama tíma í fyrra voru 40% ökutækja á nagladekkjum.

Jólaútvarp í Borgarbyggð

Krakkar í Borgarbyggð hafa í samvinnu við félagsmiðstöðina Óðal hrundið af stað jólaútvarpi og hófust útsendingar þess í morgun. Á dagskrá eru meðal annars hádegisfréttir, veður og hádegisviðtal, en auglýsingar eru frumsamdar og lesnar eða leiknar af krökkunum sjálfum.

Sögðu ríkisstjórnina svelta heilbrigðiskerfið til einkavæðingar

Þingmenn Vinstri - grænna og Framsóknarflokksins gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að svelta heilbrigðiskerfið með það fyrir augum að greiða fyrir einkavæðingu í kerfinu. Stjórnarliðar sögðu hins vegar að verið væri að vinna upp gamlar syndir framsóknarráðherra.

Við höfum staðið í stríði við jörðina

Við höfum kastað á glæ miklum tíma og í raun staðið í stríði við jörðina, sagði Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels ásamt Rajenda Pachauri, yfirmanni loftlagsráðs Sameinuðu þjóðanna, í Osló í dag.

Talibanar hraktir á brott frá Musa Qala

Afganski herinn náði í dag með aðstoð herja Atlantshafsbandalagsins að hrekja skæruliða talibana úr bænum Musa Qala í Helmand-héraði. Talibanar hafa að undanförnu ráðið lögum og lofum í bænum.

Veröld Sindra

Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn.

Árekstur við Bollastaði

Árekstur varð við bæinn Bollastaði í Flóa um klukkan 09:50 í morgun. Fólksbíl var ekið aftan á jeppabifreið sem hugðist beygja af veginum við bæinn. Ökumaður fólksbílsins varð þess ekki var í taka tíð og því fór sem fór. Lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang en hvorugur ökumenn hlutu alvarleg meiðsl. Fólksbílinn er þó ónýtur.

Slysum á gangandi vegfarendum fækkar verulega

Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á síðustu áratugum eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu Línuhönnunar sem unnin var fyrir framkvæmdasvið borgarinnar.

Velgengni Obama rakin til stuðnings Opruh

Barak Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hefur náð forskoti á Hillary Clinton í Iowa þar sem forkosningar verða 3. janúar. Velgengni Obama þykir mega þakka nýtilkomnum stuðningi þekktustu fjölmiðlakonu í heimi - Opruh Winfrey.

Fíkniefni falin í bíl

Þrír karlar voru handteknir á laugardagskvöld eftir að lögreglan fann allnokkuð af ætluðum fíkniefnum í bíl í húsakynnum fyrirtækis í Árbæ. Mennirnir eru um þrítugt og fertugt en einum þeirra var sleppt fljótlega eftir að komið var á lögreglustöð. Fíkniefnin voru falin í hanskahólfi og farangursgeymslu bílsins en talið er að um sé að ræða amfetamín, hass og marijúana. Á laugardag var sömuleiðis annar karl um fertugt tekinn í sama hverfi en hann var einnig með ætluð fíkniefni í fórum sínum.

Viðbrögð við heimsfaraldri innflúensu æfð

Viðbrögð við heimsfaraldri inflúensu eru æfð um allt land í dag. Í tæp tvö ár hefur verið unnið að áætlun um hvernig brugðist verði við ef slíkur faraldur kemur hingað til lands.

Óhjákvæmilegt að fella niður veggjald í Hvalfjarðargöngum

Oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi segir óhjákvæmilegt veggjald í Hvalfjarðargöngunum verði fellt niður. Að öðrum kosti verði að taka upp gjöld á öðrum stöðum á þjóðveginum. Samgönguráðherra segir málið ekki á dagskrá.

Á 121 km hraða í Ártúnsbrekku undir áhrifum fíkniefna

Tuttugu og eins árs karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 390 þúsund krónur í sekt fyrir nokkur fíkniefna- umferðarlagabrot, meðal annars fyrir að hafa ekið á 121 kílómetra hraða upp Ártúnsbrekku undir áhrifum fíkniefna í ágúst síðastliðnum.

Dularfullt spendýr fest á filmu í fyrsta sinn

Vísindamanni hefur í fyrsta sinn tekist að festa á filmu dularfullt spendýr sem lifir í Mongolíu og Kína. Dýrið sem kallast Jerboa er næturdýr, á stærð við litla mús og með eyrum sem eru stærri en skrokkur þess.

Sjá næstu 50 fréttir