Grætur það ekki þótt fækki um einn Baugsmiðil Andri Ólafsson skrifar 11. desember 2007 16:58 Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss sem rekur meðal annars verslanirnar Nóatún, Krónuna og 11-11, segist ekki getað borið ábyrgð á því að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir tímaritið Ísafold eins og ritsjóri þess ýjaði að fyrir helgi. Hann gráti það þó ekki sérstaklega þó það fækki um einn Baugsmiðil í landinu. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri tímaritsins, sagði á Vísi fyrir helgi að ekkert stórt tímarit gæti lifað það af að vera ekki til sölu í verslunum Jóns Helga. Jón Trausti segir að tímaritið Ísafold hafi verið tekið úr sölu eftir að það birti grein um tengsl bæjarstjórans í Kópavogi við nektardansstað þar í bæ. Aðstandendur Ísafoldar hafa sagt að sú ákvörðun hafi verið tekin vegna vinskaps Jóns Helga við bæjarstjórann. Þá hefur Blaðamannafélag Íslands blandað sér í málið og mótmælt því sem félagið kallar tilraun Kaupáss til ritskoðunar. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Helgi að ákvörðunin um að selja ekki Ísafold kæmi kæmi umfjöllun blaðsins um bæjarstjórann í Kópavogi ekkert við. Hann mótmælti því harðlega að hann væri að stunda ritskoðun. „Þessi málflutningur ber þess merki að þeir séu að gera mig að blóraböggli fyrir slæmu gengi tímaritsins. Þeir þurfa greinilega að láta eitthvað vorkenna sér," segir Jón Helgi. Hann bætir því við að hann hafi alltaf hafa verið á móti því að selja tímaritið. Reynir Traustason, fyrsti ritstjóri Ísafoldar, hafi fyrir tveimur árum komið á sinn fund til að ræða möguleikann á því að tímaritið yrði selt í verslunum hans. Jón Helgi segist strax þá hafa tekið ákvörðun um að selja ekki tímaritið. Ástæðan hafi einfaldlega verið sú að Ísafold hafi verið og sé enn í eigu Baugs, en Baugur á í harðri samkeppni við Kaupás á matvörumarkaði. Jón Helgi segir að samningar sem Kaupás gerði síðar við Ísafold um að selja tímaritið verið gerðir án hans vitneskju og leyfis. „Þegar ég svo komst að því að það var verið að selja þetta tímarit í verslunum mínum beitti ég einfaldlega því húsbóndavaldi sem ég tel mig hafa og tók það úr sölu. Nú er svo verið að reyna að gera mig ábyrgan fyrir því að þetta tímarit sé að leggja upp laupana. Það tel ég að sé af og frá þótt ég gráti það nú ekkert sérstaklega að það fækki um einn Baugsmiðil í landinu," sagði Jón Helgi Guðmundsson. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss sem rekur meðal annars verslanirnar Nóatún, Krónuna og 11-11, segist ekki getað borið ábyrgð á því að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir tímaritið Ísafold eins og ritsjóri þess ýjaði að fyrir helgi. Hann gráti það þó ekki sérstaklega þó það fækki um einn Baugsmiðil í landinu. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri tímaritsins, sagði á Vísi fyrir helgi að ekkert stórt tímarit gæti lifað það af að vera ekki til sölu í verslunum Jóns Helga. Jón Trausti segir að tímaritið Ísafold hafi verið tekið úr sölu eftir að það birti grein um tengsl bæjarstjórans í Kópavogi við nektardansstað þar í bæ. Aðstandendur Ísafoldar hafa sagt að sú ákvörðun hafi verið tekin vegna vinskaps Jóns Helga við bæjarstjórann. Þá hefur Blaðamannafélag Íslands blandað sér í málið og mótmælt því sem félagið kallar tilraun Kaupáss til ritskoðunar. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Helgi að ákvörðunin um að selja ekki Ísafold kæmi kæmi umfjöllun blaðsins um bæjarstjórann í Kópavogi ekkert við. Hann mótmælti því harðlega að hann væri að stunda ritskoðun. „Þessi málflutningur ber þess merki að þeir séu að gera mig að blóraböggli fyrir slæmu gengi tímaritsins. Þeir þurfa greinilega að láta eitthvað vorkenna sér," segir Jón Helgi. Hann bætir því við að hann hafi alltaf hafa verið á móti því að selja tímaritið. Reynir Traustason, fyrsti ritstjóri Ísafoldar, hafi fyrir tveimur árum komið á sinn fund til að ræða möguleikann á því að tímaritið yrði selt í verslunum hans. Jón Helgi segist strax þá hafa tekið ákvörðun um að selja ekki tímaritið. Ástæðan hafi einfaldlega verið sú að Ísafold hafi verið og sé enn í eigu Baugs, en Baugur á í harðri samkeppni við Kaupás á matvörumarkaði. Jón Helgi segir að samningar sem Kaupás gerði síðar við Ísafold um að selja tímaritið verið gerðir án hans vitneskju og leyfis. „Þegar ég svo komst að því að það var verið að selja þetta tímarit í verslunum mínum beitti ég einfaldlega því húsbóndavaldi sem ég tel mig hafa og tók það úr sölu. Nú er svo verið að reyna að gera mig ábyrgan fyrir því að þetta tímarit sé að leggja upp laupana. Það tel ég að sé af og frá þótt ég gráti það nú ekkert sérstaklega að það fækki um einn Baugsmiðil í landinu," sagði Jón Helgi Guðmundsson.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira