Erlent

Ekki þjóðaratkvæði í Danmörku um nýjan ESB-samning

MYND/Reuters

Ekki verður þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um nýjan samning um umbætur á starfi Evrópusambandsins.

Leiðtogar aðildarríkjanna samþykktu samninginn í október en honum er ætlað að koma í stað stjórnarskár ESB sem Hollendingar og Frakkar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2005.

Á blaðamannafundi í morgun sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að danska þjóðþingið myndi greiða atkvæði um samninginn en talið er að meirihluti sé fyrir því á þingi að staðfesta hann. Með samningnum væri ekki verið að láta af hendi fullveldi Danmerkur og því væri það eðlilegt að þingið greiddi atkvæði um hann en ekki þjóðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×