Innlent

Vinnuveitandi segir ökumann olíubifreiðar ekki hafa verið ölvaðan í bílveltu

Andri Ólafsson skrifar
Blóðsýni hefur verið tekið úr ökumanninum og sent til rannsóknar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Blóðsýni hefur verið tekið úr ökumanninum og sent til rannsóknar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Ökumaður olíuflutningabifreiðarinnar sem valt með þrjátíu þúsund lítra af olíu innanborðs á Vestfjörðum um helgina segist ekki hafa verið ölvaður þegar slysið var. Lögreglan á Ísafirði hefur manninn grunaðan um að hafa verið ölvaður þegar hann ók fullhlöðnum olíuflutningabíl með þeim afleiðingum að hann valt á hliðina.

Betur fór en á horfðist því engin olía lak úr bílnum.

"Hann segir mér að hann hafi ekki verið að derkka í vinnunni," segir Ingileifur Jónsson verktaki og vinnuveitandi mannsins sem velti bílnum. Hann minnir á að þrátt fyrir að lögreglu gruni manninn um ölvun séu allir menn saklausir uns sekt þeirra er sönnuð.

Ingileifur segir að ástæður þess að bíllinn valt séu fyrst og fremst þær að erfiðar aðstæður hafi verið á slysstað, sér í lagi mikil hálka. Hann segir að ökumaðurinn hafi setið fastur í bílnum í tvo tíma eftir að hann valt, eða allt þar til bændur úr nærsveitum komu honum til aðstoðar.

Blóðsýni var tekið úr ökumanninum og var það sent til rannsóknar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×