Innlent

Dæmdir fyrir metamfetamínsmygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo Litháa í annars vegar átta mánaða og hins vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla hátt í 300 grömmum af metamfetamíni til landsins.

Mennirnir voru gripnir með efnin í Leifsstöð í lok október. Báðir játuðu brot sín fyrir dómi og var ekki talin þörf á frekari sönnunarfærslu í málinu. Mennirnir sögðust myndu una dómunum og þá lýsti ákæruvaldið því yfir að málinu yrði ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Frá dómum mannanna dregst gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt frá 30. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×