Innlent

Efast um að allar þjóðir standi við loforð um stuðning

Utanríkisráðherra efast um að allar þær þjóðir sem heitið hafa stuðningi við framboð Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna standi við loforð sitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjallaði um framboðið á málþingi Háskólans á Akureyri í gær á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna.

Utanríkisráðherra flutti erindi og fjallaði meðal annars um umsókn Íslendinga um aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það mun skýrast á næstu 12 mánuðum hvort inngangan verður samþykkt og opnaði ráðherra við þetta tækifæri nýja heimasíðu sem helguð verður baráttunni. Ráðherra segir erfitt að meta líkurnar á því hvort umsókn Íslands verður samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×