Innlent

Jón hættir sem vegamálastjóri 1. mars

MYND/Sigurður Bogi

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum 1. mars næstkomandi eftir ríflega 43 ára samfellt starf hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram á vef Vegagerðinnar.

Þar segir einnig að 1. mars ljúki fimm ára ráðningartímabili hans sem vegamálastjóra og telur Jón heppilegt að láta af störfum en hann verður þá 69 ára. Jón hefur þegar tilkynnt samgönguráðherra ákvörðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×