Fleiri fréttir Leitað að 10 ára stúlku og ungum manni Lögreglan í Reykjavík hefur hafið leit að tíu ára gamalli stúlku sem ekki hefur spurst til síðan á milli tvö og þrjú í dag. Síðast sást til hennar við Hamrahlíðina í Reykjavík. Þá leitar fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu nú að ungum manni sem ekkert hefur spurst til síðan um miðnættið í gær. Síðast spurðist til mannsins við Öskjuhlíð og því einblína leitarmenn á svæðið þar í kring. 14.12.2005 16:54 Mörgu ábótavant í mannréttindamálum hérlendis Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins kynnti skýrslu sína til úrbóta um stöðu mannréttindamála á Íslandi. hann hefur margt við mannréttindamál hérlendis að athuga og leggur fram fjölmargar breytingartillögur. Hann vill m.a. endurskoða ráðningarferli hæstaréttardómara og bæta aðgang fanga að sálfræðiaðstoð. 14.12.2005 16:45 Ráðamenn tryggi áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvar Félag um lýðheilsu lýsir áhyggjum sínum yfir að Heilsuverndarstöðin sem akkeri og minnismerki í heilsuvernd á Íslandi hverfi úr því hlutverki, en eins og greint hefur verið frá hefur húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg verið selt. Í ályktun frá félaginu eru ráðamenn hvattir til að tryggja áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar í lýðheilsu Íslendinga. 14.12.2005 16:41 Frakkar hafna útspili Breta Frakkar höfnuðu áðan nýjasta útspili Breta um fjárlagafrumvarp Evrópusambandsins fyrir árin 2007 - 2013. Utanríkisráðherra Frakka sagði að þeir gætu ekki samþykkt tillögur Breta, sem gera ráð fyrir að Frakkar gefi eftir stóran hluta landbúnaðarstyrkja sinna, nema endurgreiðslur sambandsins til Breta yrðu endurskoðaðar frá grunni. 14.12.2005 16:30 Þrír Palestínumenn féllu á Gaza í dag Þrír Palestínumenn létu lífið í loftárás Ísraelsmanna á Gaza ströndinni eftir hádegið í dag. Að sögn vitna var sprengju skotið úr flugvél og hafnaði hún beint á bifreið sem í voru palestínskir uppreisnarmenn. Fjórir slösuðust í árásinni. Bíllinn var hlaðinn sprengiefni og því myndaðist mikil sprenging þegar loftskeytið lenti á bílnum. 14.12.2005 16:04 Segir helförina sögusögn Helförin er sögusögn sem var notuð sem átylla til að skapa gyðingaríki í hjarta hins íslamska heims. Þetta sagði forseti Írans í morgun og tókst með því enn og aftur að fá leiðtoga heimsins upp á móti sér. 14.12.2005 15:45 Fimm sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness Fimm umsækjendur eru um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness sem taka mun til starfa 1. febrúar á næstkomandi. 14.12.2005 15:30 Jarðskjálfti upp á 3 á Richter úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter mældst um tólf kílómetra norður af Grímsey í nótt. Frá því í gær hafa 16 skjálftar mælst þar, flestir minni en tveir að stærð. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði. 14.12.2005 15:15 Fannst tveim mánuðum eftir skjálftann Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Læknar segja kraftaverk að konan skuli vera á lífi. 14.12.2005 15:15 Hefur lagt hald á yfir 500 kannabisplöntur á árinu Lögregla er búin að leggja hald á nokkuð á sjötta hundrað kannabisplöntur á árinu og er talið að næstum allt marijúana, sem neytt er hér á landi, sé framleitt innanlands. 14.12.2005 14:55 Hjálmar leiðréttir misskilning sinn Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir sér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning sinn um tímasetningu ráðgjafar ríkislögmanns í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, gegn ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hjálmar sendi frá sér í dag. 14.12.2005 13:07 Matvæli dýrust á Íslandi af löndum Evrópu Matvæli er dýrust á Íslandi af löndum Evrópu. Matvöruverð hérlendis er 42 prósentum hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Innflutningshömlur á búvörum eru talin helsta skýringin, að því er fram kemur í skýrslu samkeppniseftirlita á Norðurlöndum, sem kynnt var í morgun. 14.12.2005 12:50 Tíðni ungbarnadauða í heiminum lægst á Íslandi Tíðni ungbarnadauða í heiminum er lægst á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í morgun. Hundruð milljóna barna þjást vegna mikillar misnotkunar og kúgunar og eru beinlínis ósýnileg gagnvart umheiminum. 14.12.2005 12:16 Eldur kominn upp að nýju Eldur er að nýju kominn upp í bensínbirgðarstöðinni í Buncefield í Bretlandi. Aukin loftmengun er nú í suðurhluta Bretlands vegna sprengingarinnar um helgina og hefur reykurinn náð alla leið til Spánar. 14.12.2005 11:44 Samstarfið gengur illa Tilraunir til að hjálpa fátækustu ríkjum heims fara líklega út um þúfur, sagði Peter Mandelson, viðskiptastjóri Evrópusambandsins sem sat fund alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong í morgun. Hann sagði litlar líkur á að niðustaða í málinu fengist í bili. 14.12.2005 11:41 Metfjöldi á visir.is 14.12.2005 11:14 Fréttablaðið fær ekki afhent gögnin Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn gerði upptæk í máli Jónínu Benediktsdóttur, að sögn lögmanns Jónínu. Hann segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík enn vera í gildi, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Kára Jónasson af skaðabótakröfu Jónínu í morgun. 14.12.2005 11:07 Fréttablaðið sýknað Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, segir að fullnaðarsigur hafi fengist í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu vegna birtinga þess á tölvupóstum hennar. Dómur var kveðinn upp í málinu fyrir stundarfjórðungi á þá leið að ritstjóri Fréttablaðsins, Kári Jónasson, var sýknaður af skaðabótakröfu Jónínu. 14.12.2005 11:01 Fleiri vilja íslenskt vatn Útflutningur á íslensku vatni hefur aukist um þriðjung frá síðasta ári, en það er þrátt fyrir að síðustu þrír mánuðir þessa árs séu ekki taldir með. Forstjóri stærsta vatnsútflytjandans á íslensku vatni segir þó langt því frá að fyrirtækið sé dottið í lukkupottinn. 14.12.2005 10:15 95% félagsmanna Eflingar samþykktu kjarasamning við Reykjavíkurborg 14.12.2005 10:00 Segir skýrslu Sameinuðu þjóðanna ónákvæma Stjórnvöld í Damaskus hafa unnið hörðum höndum að því að upplýsa hverjir stóðu að morðinu á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons og er rugl að halda öðru fram. Þetta sagði sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum í ræðu sinni í gær. Þá ítrekaði hann að Sýrlendingar hefðu ekki átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræðið sem varð forsætisráðherranum fyrrverandi að bana. En skýrsla rannsóknarnefndar um málið var lögð fram í Öryggisráðinu í gær og eru Sýrlendingar gagnrýndir fyrir slæleg vinnubrögð. Sýrlendingar segja skýrsluna vera ónákvæma og í henni séu rangfærslur. 14.12.2005 09:47 Fannst á lífi eftir tvo mánuði í rústum Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Leit hafði löngu verið hætt á svæðinu. Konan drakk rigningarvatn, sem seytlaði niður til hennar, og borðaði rotna ávexti sem hún náði til. Konan liggur nú á sjúkrahúsi í borginni Muzaffarabad og segja læknar kraftaverk að konan sé á lífi. 14.12.2005 09:43 Dómur kveðinn upp í máli Jónínu Ben gegn Fréttablaðinu Dómur verður kveðinn upp í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu og Kára Jónassyni, ritstjóra blaðsins, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter í ellefu. Málið snýst um tölvupósta Jónínu sem Fréttablaðið birti upplýsingar úr snemma í haust. <b>Bein útsending NFS frá Héraðsdómi er aðgengileg á VefTV Vísis. Dómur verður kveðinn upp klukkan 10:30</B> 14.12.2005 09:31 Hallæri í góðærinu Grundvöllur búsetu verður æ ótraustari í sjávarbyggðum á öllu norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi að Vopnafirði. Þingmenn úr röðum stjórnarliða og stjórnarandstöðu tala um ómarkvissa byggðastefnu og áhugaleysi stjórnvalda. 14.12.2005 09:30 Kaupa 115 Dreamliner-þotur frá Boeing Ástralska flugfélagið Quantas ætlar að kaupa allt að 115 nýjar Boeing 787 Dreamliner-þotur áður en langt um líður í langþráðri endurnýjun vélaflota síns. Talsmaður flugfélagsins, sem er hið áttunda stærsta í heiminum, segist búast við að kostnaðurinn við kaup vélanna muni vera allt að tuttugu milljónir ástralskra dala, eða tæplega þúsund milljarðar króna. 14.12.2005 09:30 Konur um 20% gerningsmanna í málum sem tengjast mannsali Alþjóðalögreglan Interpol hefur tekið saman upplýsingar um 503 mannsalsmál á árunum 2003 til 2005. Málin tengjast verslun með 2.724 konur og ungar stúlkur frá Austur-Evrópu. 14.12.2005 08:45 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í umferðarslysi í Svalbarðsstrandarhreppi á mánudagsmorguninn hét Sigurður Arnar Róbertsson, fæddur árið 1967 í Reykjavík. Hann var búsettur að Laxagötu 6 á Akureyri. Sigurður lætur eftir sig þrjú börn. 14.12.2005 08:33 Fjögurra klukkustunda gjaldfrjáls leikskólavist Öll börn á Seyðisfirði fá fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa leikskólavist frá og með áramótum. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að bjóða dagfrjálsan leikskóla hálfan daginn fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en þetta stendur fimm ára börnum þegar til boða. 14.12.2005 08:07 Erlend fiskiskip að veiðum í íslenskri lögsögu? Landhelgisgæslan hefur rökstuddan grun um að erlend fiskiskip hafi leikið það undanfarnar vikur og mánuði að slökkva á fjareftirlitsbúnaði sínum að næturlagi, laumast allt að 20 sjómílur inn í íslensku fiskveiðilögsöguna og stundað þar veiðar. 14.12.2005 08:03 Tólf fangar í ónýtu fangelsi Tólf fangar sitja nú í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, sem rekið hefur verið á undanþágum um áratuga skeið. Í bráðabirgðaskýrslu eftirlitsnefndar Evrópuráðsins segir það óásættanlegt að gæsluvarðhaldsfangar skuli vistaðir þar, enda standist það engan veginn þær kröfur sem nú séu gerðar til slíkra fangelsa. 14.12.2005 08:00 Enn hálkublettir víða um land 14.12.2005 07:54 Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er mikill barnafjöldi Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er ekki glæsivillur eða lúxusbílar, heldur mikill barnafjöldi. Kínverjar mega ekki eignast fleiri en eitt barn samkvæmt ákvörðun stjórnvalda vegna fólksfjölgunarvandans og vegna þess hversu mikill kostnaður því fylgir fyrir þjóðfélagið. 14.12.2005 07:43 Norskur þungarokkari dæmdur í 42 daga fangelsi fyrir að ógna konu með spjóti Norskur þungarokkari var nýlega dæmdur í 42 daga fangelsi fyrir ofurölvun og að ógna nágranna sínum með spjóti. Atvikið átti sér stað í Þrándheimi í maí síðastliðnum og var nágranni mannsins, ung kona, að læra fyrir próf. 14.12.2005 07:30 Ásakanir um leynifangelsi trúverðugar Svissneskur öldungadeildarþingmaður sem rannsakað hefur ásakanir um fangaflutninga og leynifangelsi CIA fyrir Evrópuráðið segir þær trúverðugar í nýútkominni skýrslu sinni. Hann átelur bandarísk stjórnvöld fyrir þögn sína. 14.12.2005 07:00 Slökkvistarfi loksins lokið Slökkviliðsmönnum tókst í gær að slökkva síðustu eldana sem loguðu í tönkum Buncefield-olíubirgðastöðvarinnar norður af Lundúnum. Talið er að rífa þurfi á annan tug húsa í nágrenninu sem stórskemmdust í mikilli sprengingu sem varð í stöðinni á sunnudagsmorguninn. 14.12.2005 07:00 Svíar bregðast við farsóttum Svíþjóð Svíar ætla að koma sér upp verksmiðju til að framleiða efni til bólusetninga fyrir árið 2010. Verksmiðjan er hluti af viðbragðsáætlun Svía ef farsótt á borð við fuglaflensu brýst út. Ríkisstjórnin mun ræða við fulltrúa alþjóðlegra lyfjarisa um samstarf. 14.12.2005 06:15 Óviðunandi árangur í byggðapólitík Árangur stjórnvalda er rýr og jafnvel óviðunandi í byggðamálum segir í umsögnum um framvindu byggðaáætlunar 2002 til 2005. Meginmarkmið í áætluninni eru sögð skýrari nú en í fyrri áætlunum. Þó skorti á að þeim sé fylgt eftir. 14.12.2005 06:00 100% verðmunur Allt að 100 prósent verðmunur var á jólabókum í gær að því er fram kemur á fréttavef ASÍ. Þetta eru niðurstöður verðlagseftirlits ASÍ í fjórtán verslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Bónus var oftast með lægsta verðið á 26 titlum af 36 en oft var lítill verðmunur milli Bónuss og Nettós. 14.12.2005 07:30 Öll börn fái fjóra tíma gjaldfrjáls á leikskóla Öll börn á Seyðisfirði frá eins árs til fimm ára aldurs eiga að fá fjögurra klukkustunda ókeypis dagvistun á leikskólum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar í dag. 13.12.2005 23:00 Hundrað prósenta verðmunur Það munar allt að hundrað prósentum á verði nýrra bóka milli verslana samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands og algengt er að fimmtíu prósentum eða meira muni á hæsta og lægsta verði. 13.12.2005 22:45 Páfagarður harmar aftöku Stanley W. Tookie Páfagarður harmaði í dag að morðinginn Stanley Tookie Williams skyldi hafa verið tekinn af lífi í Bandaríkjunum. Fjölmargir aðrir hafa fordæmt aftökuna, en Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, neitaði að náða Tookie. 13.12.2005 22:45 Vilja aðgang að heilsufarsupplýsingum sínum á netinu Rúmlega níu af hverjum tíu telja sig eiga að hafa aðgang að eigin heilsufarsupplýsingum á Netinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Háskóla Íslands. Jafnmargir telja að forráðamenn eigi að hafa slíkan aðgang að upplýsingum um börn sín. 13.12.2005 22:30 Sjaldgæft að kvikni í bifreiðum í árekstri Afar sjaldgæft er að eldur komi upp í bílum eftir árekstra eða veltur, að sögn framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðaslysa, en í gær kviknaði í bifreið í banaslysinu í austanverðum Eyjafirði. 13.12.2005 22:30 Athugun á flutningi olíubirgðastöðvar hefur dregist Samþykkt var í borgarstjórn fyrir um ári að starfshópur færi í að athuga með flutning olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Sú vinna hefur dregist um marga mánuði en hópurinn fer á fund með forsvarsmönnum olíufélaganna í lok vikunnar. 13.12.2005 22:30 17 % færri umferðaslys það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. 19 manns hafa látist í bílslysum það sem af er árinu. Samkvæmt Einari Magnúsi Magnússyni, upplýsingafulltrúa Umferðarstofu, hefur almennum slysum þó fækkað um 17% frá því í fyrra, sé miðað við fyrstu níu mánuði áranna. 13.12.2005 22:23 Sjá næstu 50 fréttir
Leitað að 10 ára stúlku og ungum manni Lögreglan í Reykjavík hefur hafið leit að tíu ára gamalli stúlku sem ekki hefur spurst til síðan á milli tvö og þrjú í dag. Síðast sást til hennar við Hamrahlíðina í Reykjavík. Þá leitar fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og lögreglu nú að ungum manni sem ekkert hefur spurst til síðan um miðnættið í gær. Síðast spurðist til mannsins við Öskjuhlíð og því einblína leitarmenn á svæðið þar í kring. 14.12.2005 16:54
Mörgu ábótavant í mannréttindamálum hérlendis Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins kynnti skýrslu sína til úrbóta um stöðu mannréttindamála á Íslandi. hann hefur margt við mannréttindamál hérlendis að athuga og leggur fram fjölmargar breytingartillögur. Hann vill m.a. endurskoða ráðningarferli hæstaréttardómara og bæta aðgang fanga að sálfræðiaðstoð. 14.12.2005 16:45
Ráðamenn tryggi áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvar Félag um lýðheilsu lýsir áhyggjum sínum yfir að Heilsuverndarstöðin sem akkeri og minnismerki í heilsuvernd á Íslandi hverfi úr því hlutverki, en eins og greint hefur verið frá hefur húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg verið selt. Í ályktun frá félaginu eru ráðamenn hvattir til að tryggja áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar í lýðheilsu Íslendinga. 14.12.2005 16:41
Frakkar hafna útspili Breta Frakkar höfnuðu áðan nýjasta útspili Breta um fjárlagafrumvarp Evrópusambandsins fyrir árin 2007 - 2013. Utanríkisráðherra Frakka sagði að þeir gætu ekki samþykkt tillögur Breta, sem gera ráð fyrir að Frakkar gefi eftir stóran hluta landbúnaðarstyrkja sinna, nema endurgreiðslur sambandsins til Breta yrðu endurskoðaðar frá grunni. 14.12.2005 16:30
Þrír Palestínumenn féllu á Gaza í dag Þrír Palestínumenn létu lífið í loftárás Ísraelsmanna á Gaza ströndinni eftir hádegið í dag. Að sögn vitna var sprengju skotið úr flugvél og hafnaði hún beint á bifreið sem í voru palestínskir uppreisnarmenn. Fjórir slösuðust í árásinni. Bíllinn var hlaðinn sprengiefni og því myndaðist mikil sprenging þegar loftskeytið lenti á bílnum. 14.12.2005 16:04
Segir helförina sögusögn Helförin er sögusögn sem var notuð sem átylla til að skapa gyðingaríki í hjarta hins íslamska heims. Þetta sagði forseti Írans í morgun og tókst með því enn og aftur að fá leiðtoga heimsins upp á móti sér. 14.12.2005 15:45
Fimm sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness Fimm umsækjendur eru um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness sem taka mun til starfa 1. febrúar á næstkomandi. 14.12.2005 15:30
Jarðskjálfti upp á 3 á Richter úti fyrir Grímsey Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter mældst um tólf kílómetra norður af Grímsey í nótt. Frá því í gær hafa 16 skjálftar mælst þar, flestir minni en tveir að stærð. Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði. 14.12.2005 15:15
Fannst tveim mánuðum eftir skjálftann Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Læknar segja kraftaverk að konan skuli vera á lífi. 14.12.2005 15:15
Hefur lagt hald á yfir 500 kannabisplöntur á árinu Lögregla er búin að leggja hald á nokkuð á sjötta hundrað kannabisplöntur á árinu og er talið að næstum allt marijúana, sem neytt er hér á landi, sé framleitt innanlands. 14.12.2005 14:55
Hjálmar leiðréttir misskilning sinn Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir sér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning sinn um tímasetningu ráðgjafar ríkislögmanns í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, gegn ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hjálmar sendi frá sér í dag. 14.12.2005 13:07
Matvæli dýrust á Íslandi af löndum Evrópu Matvæli er dýrust á Íslandi af löndum Evrópu. Matvöruverð hérlendis er 42 prósentum hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Innflutningshömlur á búvörum eru talin helsta skýringin, að því er fram kemur í skýrslu samkeppniseftirlita á Norðurlöndum, sem kynnt var í morgun. 14.12.2005 12:50
Tíðni ungbarnadauða í heiminum lægst á Íslandi Tíðni ungbarnadauða í heiminum er lægst á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í morgun. Hundruð milljóna barna þjást vegna mikillar misnotkunar og kúgunar og eru beinlínis ósýnileg gagnvart umheiminum. 14.12.2005 12:16
Eldur kominn upp að nýju Eldur er að nýju kominn upp í bensínbirgðarstöðinni í Buncefield í Bretlandi. Aukin loftmengun er nú í suðurhluta Bretlands vegna sprengingarinnar um helgina og hefur reykurinn náð alla leið til Spánar. 14.12.2005 11:44
Samstarfið gengur illa Tilraunir til að hjálpa fátækustu ríkjum heims fara líklega út um þúfur, sagði Peter Mandelson, viðskiptastjóri Evrópusambandsins sem sat fund alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong í morgun. Hann sagði litlar líkur á að niðustaða í málinu fengist í bili. 14.12.2005 11:41
Fréttablaðið fær ekki afhent gögnin Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn gerði upptæk í máli Jónínu Benediktsdóttur, að sögn lögmanns Jónínu. Hann segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík enn vera í gildi, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Kára Jónasson af skaðabótakröfu Jónínu í morgun. 14.12.2005 11:07
Fréttablaðið sýknað Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, segir að fullnaðarsigur hafi fengist í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu vegna birtinga þess á tölvupóstum hennar. Dómur var kveðinn upp í málinu fyrir stundarfjórðungi á þá leið að ritstjóri Fréttablaðsins, Kári Jónasson, var sýknaður af skaðabótakröfu Jónínu. 14.12.2005 11:01
Fleiri vilja íslenskt vatn Útflutningur á íslensku vatni hefur aukist um þriðjung frá síðasta ári, en það er þrátt fyrir að síðustu þrír mánuðir þessa árs séu ekki taldir með. Forstjóri stærsta vatnsútflytjandans á íslensku vatni segir þó langt því frá að fyrirtækið sé dottið í lukkupottinn. 14.12.2005 10:15
Segir skýrslu Sameinuðu þjóðanna ónákvæma Stjórnvöld í Damaskus hafa unnið hörðum höndum að því að upplýsa hverjir stóðu að morðinu á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons og er rugl að halda öðru fram. Þetta sagði sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum í ræðu sinni í gær. Þá ítrekaði hann að Sýrlendingar hefðu ekki átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræðið sem varð forsætisráðherranum fyrrverandi að bana. En skýrsla rannsóknarnefndar um málið var lögð fram í Öryggisráðinu í gær og eru Sýrlendingar gagnrýndir fyrir slæleg vinnubrögð. Sýrlendingar segja skýrsluna vera ónákvæma og í henni séu rangfærslur. 14.12.2005 09:47
Fannst á lífi eftir tvo mánuði í rústum Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Leit hafði löngu verið hætt á svæðinu. Konan drakk rigningarvatn, sem seytlaði niður til hennar, og borðaði rotna ávexti sem hún náði til. Konan liggur nú á sjúkrahúsi í borginni Muzaffarabad og segja læknar kraftaverk að konan sé á lífi. 14.12.2005 09:43
Dómur kveðinn upp í máli Jónínu Ben gegn Fréttablaðinu Dómur verður kveðinn upp í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu og Kára Jónassyni, ritstjóra blaðsins, í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter í ellefu. Málið snýst um tölvupósta Jónínu sem Fréttablaðið birti upplýsingar úr snemma í haust. <b>Bein útsending NFS frá Héraðsdómi er aðgengileg á VefTV Vísis. Dómur verður kveðinn upp klukkan 10:30</B> 14.12.2005 09:31
Hallæri í góðærinu Grundvöllur búsetu verður æ ótraustari í sjávarbyggðum á öllu norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi að Vopnafirði. Þingmenn úr röðum stjórnarliða og stjórnarandstöðu tala um ómarkvissa byggðastefnu og áhugaleysi stjórnvalda. 14.12.2005 09:30
Kaupa 115 Dreamliner-þotur frá Boeing Ástralska flugfélagið Quantas ætlar að kaupa allt að 115 nýjar Boeing 787 Dreamliner-þotur áður en langt um líður í langþráðri endurnýjun vélaflota síns. Talsmaður flugfélagsins, sem er hið áttunda stærsta í heiminum, segist búast við að kostnaðurinn við kaup vélanna muni vera allt að tuttugu milljónir ástralskra dala, eða tæplega þúsund milljarðar króna. 14.12.2005 09:30
Konur um 20% gerningsmanna í málum sem tengjast mannsali Alþjóðalögreglan Interpol hefur tekið saman upplýsingar um 503 mannsalsmál á árunum 2003 til 2005. Málin tengjast verslun með 2.724 konur og ungar stúlkur frá Austur-Evrópu. 14.12.2005 08:45
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í umferðarslysi í Svalbarðsstrandarhreppi á mánudagsmorguninn hét Sigurður Arnar Róbertsson, fæddur árið 1967 í Reykjavík. Hann var búsettur að Laxagötu 6 á Akureyri. Sigurður lætur eftir sig þrjú börn. 14.12.2005 08:33
Fjögurra klukkustunda gjaldfrjáls leikskólavist Öll börn á Seyðisfirði fá fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa leikskólavist frá og með áramótum. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að bjóða dagfrjálsan leikskóla hálfan daginn fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en þetta stendur fimm ára börnum þegar til boða. 14.12.2005 08:07
Erlend fiskiskip að veiðum í íslenskri lögsögu? Landhelgisgæslan hefur rökstuddan grun um að erlend fiskiskip hafi leikið það undanfarnar vikur og mánuði að slökkva á fjareftirlitsbúnaði sínum að næturlagi, laumast allt að 20 sjómílur inn í íslensku fiskveiðilögsöguna og stundað þar veiðar. 14.12.2005 08:03
Tólf fangar í ónýtu fangelsi Tólf fangar sitja nú í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, sem rekið hefur verið á undanþágum um áratuga skeið. Í bráðabirgðaskýrslu eftirlitsnefndar Evrópuráðsins segir það óásættanlegt að gæsluvarðhaldsfangar skuli vistaðir þar, enda standist það engan veginn þær kröfur sem nú séu gerðar til slíkra fangelsa. 14.12.2005 08:00
Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er mikill barnafjöldi Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er ekki glæsivillur eða lúxusbílar, heldur mikill barnafjöldi. Kínverjar mega ekki eignast fleiri en eitt barn samkvæmt ákvörðun stjórnvalda vegna fólksfjölgunarvandans og vegna þess hversu mikill kostnaður því fylgir fyrir þjóðfélagið. 14.12.2005 07:43
Norskur þungarokkari dæmdur í 42 daga fangelsi fyrir að ógna konu með spjóti Norskur þungarokkari var nýlega dæmdur í 42 daga fangelsi fyrir ofurölvun og að ógna nágranna sínum með spjóti. Atvikið átti sér stað í Þrándheimi í maí síðastliðnum og var nágranni mannsins, ung kona, að læra fyrir próf. 14.12.2005 07:30
Ásakanir um leynifangelsi trúverðugar Svissneskur öldungadeildarþingmaður sem rannsakað hefur ásakanir um fangaflutninga og leynifangelsi CIA fyrir Evrópuráðið segir þær trúverðugar í nýútkominni skýrslu sinni. Hann átelur bandarísk stjórnvöld fyrir þögn sína. 14.12.2005 07:00
Slökkvistarfi loksins lokið Slökkviliðsmönnum tókst í gær að slökkva síðustu eldana sem loguðu í tönkum Buncefield-olíubirgðastöðvarinnar norður af Lundúnum. Talið er að rífa þurfi á annan tug húsa í nágrenninu sem stórskemmdust í mikilli sprengingu sem varð í stöðinni á sunnudagsmorguninn. 14.12.2005 07:00
Svíar bregðast við farsóttum Svíþjóð Svíar ætla að koma sér upp verksmiðju til að framleiða efni til bólusetninga fyrir árið 2010. Verksmiðjan er hluti af viðbragðsáætlun Svía ef farsótt á borð við fuglaflensu brýst út. Ríkisstjórnin mun ræða við fulltrúa alþjóðlegra lyfjarisa um samstarf. 14.12.2005 06:15
Óviðunandi árangur í byggðapólitík Árangur stjórnvalda er rýr og jafnvel óviðunandi í byggðamálum segir í umsögnum um framvindu byggðaáætlunar 2002 til 2005. Meginmarkmið í áætluninni eru sögð skýrari nú en í fyrri áætlunum. Þó skorti á að þeim sé fylgt eftir. 14.12.2005 06:00
100% verðmunur Allt að 100 prósent verðmunur var á jólabókum í gær að því er fram kemur á fréttavef ASÍ. Þetta eru niðurstöður verðlagseftirlits ASÍ í fjórtán verslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Bónus var oftast með lægsta verðið á 26 titlum af 36 en oft var lítill verðmunur milli Bónuss og Nettós. 14.12.2005 07:30
Öll börn fái fjóra tíma gjaldfrjáls á leikskóla Öll börn á Seyðisfirði frá eins árs til fimm ára aldurs eiga að fá fjögurra klukkustunda ókeypis dagvistun á leikskólum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar í dag. 13.12.2005 23:00
Hundrað prósenta verðmunur Það munar allt að hundrað prósentum á verði nýrra bóka milli verslana samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands og algengt er að fimmtíu prósentum eða meira muni á hæsta og lægsta verði. 13.12.2005 22:45
Páfagarður harmar aftöku Stanley W. Tookie Páfagarður harmaði í dag að morðinginn Stanley Tookie Williams skyldi hafa verið tekinn af lífi í Bandaríkjunum. Fjölmargir aðrir hafa fordæmt aftökuna, en Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, neitaði að náða Tookie. 13.12.2005 22:45
Vilja aðgang að heilsufarsupplýsingum sínum á netinu Rúmlega níu af hverjum tíu telja sig eiga að hafa aðgang að eigin heilsufarsupplýsingum á Netinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Háskóla Íslands. Jafnmargir telja að forráðamenn eigi að hafa slíkan aðgang að upplýsingum um börn sín. 13.12.2005 22:30
Sjaldgæft að kvikni í bifreiðum í árekstri Afar sjaldgæft er að eldur komi upp í bílum eftir árekstra eða veltur, að sögn framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðaslysa, en í gær kviknaði í bifreið í banaslysinu í austanverðum Eyjafirði. 13.12.2005 22:30
Athugun á flutningi olíubirgðastöðvar hefur dregist Samþykkt var í borgarstjórn fyrir um ári að starfshópur færi í að athuga með flutning olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Sú vinna hefur dregist um marga mánuði en hópurinn fer á fund með forsvarsmönnum olíufélaganna í lok vikunnar. 13.12.2005 22:30
17 % færri umferðaslys það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. 19 manns hafa látist í bílslysum það sem af er árinu. Samkvæmt Einari Magnúsi Magnússyni, upplýsingafulltrúa Umferðarstofu, hefur almennum slysum þó fækkað um 17% frá því í fyrra, sé miðað við fyrstu níu mánuði áranna. 13.12.2005 22:23