Innlent

Fréttablaðið fær ekki afhent gögnin

Fulltrúar sýslumanns í húsakynnum Fréttablaðsins 30. september sl.
Fulltrúar sýslumanns í húsakynnum Fréttablaðsins 30. september sl. MYND/Valli

Fréttablaðið fær ekki afhent þau gögn sem sýslumaðurinn gerði upptæk í máli Jónínu Benediktsdóttur, að sögn lögmanns Jónínu. Hann segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík enn vera í gildi, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Kára Jónasson af skaðabótakröfu Jónínu í morgun. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, segir að málinu verði vísað til Hæstaréttar og alla leið til Mannréttindadómstólsins í Strassburg, ef á þarf að halda. Hann segir að samkvæmt dómi Héraðsdóms njóti einstaklingar minni verndar hér á landi en þeir gera í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×