Erlent

Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er mikill barnafjöldi

MYND/AP

Nýjasta stöðutákn ríkra Kínverja er ekki glæsivillur eða lúxusbílar, heldur mikill barnafjöldi. Kínverjar mega ekki eignast fleiri en eitt barn samkvæmt ákvörðun stjórnvalda vegna fólksfjölgunarvandans og vegna þess hversu mikill kostnaður því fylgir fyrir þjóðfélagið. Þeir sem af einhverjum ástæðum gera það samt þurfa að greiða allt að 1,2 milljónir króna í sekt. Og nýjustu fregnir herma að hinir efnameiri í Kína geri sér það nú að leik að hlaða niður börnum, eingöngu til að stæra sig af því að þeir hafi efni á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×