Hjálmar leiðréttir misskilning sinn 14. desember 2005 13:07 MYND/GVA Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir sér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning sinn um tímasetningu ráðgjafar ríkislögmanns í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, gegn ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hjálmar sendi frá sér í dag. Í tilkynningunni segir orðrétt: Í fjölmiðlum í gær lýsti Skarphéðinn Þórisson ríkislögmaður því yfir vegna orða minna á Alþingi 9. desember sl. að embætti ríkislögmanns hafi ekki verið beðið um að veita lögfræðilegt álit varðandi starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefði 21. júlí 2003 knúið Valgerði til að láta af störfum. Mér er það bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning minn um tímasetningu ráðgjafar ríkislögmanns. Ég hafði skilið málið með þeim hætti að ríkislögmaður hefði veitt ráðherra ráðgjöf í málinu fyrr en raun ber vitni. Morgunblaðið hefur nú birt álit ríkislögmanns frá 16. mars 2004 sem ítarefni á vefsíðu sinni, en full efni eru til að hvetja blaðið til að birta minnisblaðið í heild. Efni minnisblaðsins staðfestir hins vegar allt það sem ég hef efnislega sagt um þá lögfræðilegu ráðgjöf sem félagsmálaráðherra fékk áður en til málaferla kom. Ástæða þess að álits ríkislögmanns var leitað var sú að ráðuneytið vildi forðast að brjóta rétt á Valgerði H. Bjarnadóttur og ganga til samninga við hana, ef atvik málsins væru með þeim hætti að hún ætti rétt á frekari greiðslum. Niðurstaða ríkislögmanns var hins vegar skýr. Miðað við staðreyndir málsins eins og þær lágu fyrir í greinargerð ráðuneytisins og í lýsingu beggja aðila á málavöxtum taldi ríkislögmaður að hann fengi ekki séð „að félagsmálaráðuneytið hafi brotið á rétti Valgerðar H. Bjarnadóttur varðandi starfslok hennar hjá Jafnréttisstofu. Ríkislögmaður lítur svo á, að framkvæmdastjóri hafi sjálfur beðist lausnar á eigin forsendum, án þess að vera beittur ómálefnalegum þrýstingi af hálfu félagsmálaráðuneytisins. Ríkislögmaður lítur jafnframt svo á, að framkvæmdastjórinn hafi beðist lausnar á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga nr. 70/1996 og eigi ekki frekari rétt á launum/bótum úr hendi ríkissjóðs vegna starfsloka sinna." Hvernig átti ráðherra að bregðast við með öðrum hætti en að láta reyna á málið fyrir dómi, þegar ráðgjöf ríkislögmanns var svo skýr og ótvíræð? Það liggur því fyrir að framganga félagsmálaráðherra var með þeim hætti að ríkislögmaður taldi, á grundvelli lýsingar beggja aðila á málavöxtum, að félagsmálaráðherra hefði ekki brotið á rétti Valgerðar og ekki beitt hana ómálefnalegum þrýstingi. „Valdníðsla" og „fruntaskapur" félagsmálaráherra - svo aðeins séu tiltekin tvö gífuryrði sem höfð hafa verið upp í þessari umræðu upp á síðkastið - voru nú ekki augljósari en svo. Ríkislögmaður taldi að Valgerður hefði átt frumkvæði að þeim viðræðum sem leiddu til starfsloka hennar og tók mið af því að hún lýsti sig í útvarpsviðtali í kjölfar fundarins með ráðherra sátta við málalok. Jafnframt taldi ríkislögmaður að Valgerður ætti ekki rétt á neinum bótum. Það er því hafið yfir vafa að ríkislögmaður tjáði sig með skýrum hætti um efnisatriði þessa máls, á grundvelli allra fyrirliggjandi gagna, og komst þá að þeirri niðurstöðu að Valgerður H. Bjarnadóttir ætti engan rétt til bóta og að ekki hefði verið brotinn á henni réttur á einn eða neinn hátt. Þetta er aðalatriði málsins, sem allir réttsýnir menn eiga að geta séð og dregið eðlilegar ályktanir af. Í það minnsta ef þeir eru tilbúnir að sjá skóginn fyrir trjánum. Fréttir Innlent Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir sér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning sinn um tímasetningu ráðgjafar ríkislögmanns í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, gegn ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hjálmar sendi frá sér í dag. Í tilkynningunni segir orðrétt: Í fjölmiðlum í gær lýsti Skarphéðinn Þórisson ríkislögmaður því yfir vegna orða minna á Alþingi 9. desember sl. að embætti ríkislögmanns hafi ekki verið beðið um að veita lögfræðilegt álit varðandi starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefði 21. júlí 2003 knúið Valgerði til að láta af störfum. Mér er það bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning minn um tímasetningu ráðgjafar ríkislögmanns. Ég hafði skilið málið með þeim hætti að ríkislögmaður hefði veitt ráðherra ráðgjöf í málinu fyrr en raun ber vitni. Morgunblaðið hefur nú birt álit ríkislögmanns frá 16. mars 2004 sem ítarefni á vefsíðu sinni, en full efni eru til að hvetja blaðið til að birta minnisblaðið í heild. Efni minnisblaðsins staðfestir hins vegar allt það sem ég hef efnislega sagt um þá lögfræðilegu ráðgjöf sem félagsmálaráðherra fékk áður en til málaferla kom. Ástæða þess að álits ríkislögmanns var leitað var sú að ráðuneytið vildi forðast að brjóta rétt á Valgerði H. Bjarnadóttur og ganga til samninga við hana, ef atvik málsins væru með þeim hætti að hún ætti rétt á frekari greiðslum. Niðurstaða ríkislögmanns var hins vegar skýr. Miðað við staðreyndir málsins eins og þær lágu fyrir í greinargerð ráðuneytisins og í lýsingu beggja aðila á málavöxtum taldi ríkislögmaður að hann fengi ekki séð „að félagsmálaráðuneytið hafi brotið á rétti Valgerðar H. Bjarnadóttur varðandi starfslok hennar hjá Jafnréttisstofu. Ríkislögmaður lítur svo á, að framkvæmdastjóri hafi sjálfur beðist lausnar á eigin forsendum, án þess að vera beittur ómálefnalegum þrýstingi af hálfu félagsmálaráðuneytisins. Ríkislögmaður lítur jafnframt svo á, að framkvæmdastjórinn hafi beðist lausnar á grundvelli 1. mgr. 37. gr. laga nr. 70/1996 og eigi ekki frekari rétt á launum/bótum úr hendi ríkissjóðs vegna starfsloka sinna." Hvernig átti ráðherra að bregðast við með öðrum hætti en að láta reyna á málið fyrir dómi, þegar ráðgjöf ríkislögmanns var svo skýr og ótvíræð? Það liggur því fyrir að framganga félagsmálaráðherra var með þeim hætti að ríkislögmaður taldi, á grundvelli lýsingar beggja aðila á málavöxtum, að félagsmálaráðherra hefði ekki brotið á rétti Valgerðar og ekki beitt hana ómálefnalegum þrýstingi. „Valdníðsla" og „fruntaskapur" félagsmálaráherra - svo aðeins séu tiltekin tvö gífuryrði sem höfð hafa verið upp í þessari umræðu upp á síðkastið - voru nú ekki augljósari en svo. Ríkislögmaður taldi að Valgerður hefði átt frumkvæði að þeim viðræðum sem leiddu til starfsloka hennar og tók mið af því að hún lýsti sig í útvarpsviðtali í kjölfar fundarins með ráðherra sátta við málalok. Jafnframt taldi ríkislögmaður að Valgerður ætti ekki rétt á neinum bótum. Það er því hafið yfir vafa að ríkislögmaður tjáði sig með skýrum hætti um efnisatriði þessa máls, á grundvelli allra fyrirliggjandi gagna, og komst þá að þeirri niðurstöðu að Valgerður H. Bjarnadóttir ætti engan rétt til bóta og að ekki hefði verið brotinn á henni réttur á einn eða neinn hátt. Þetta er aðalatriði málsins, sem allir réttsýnir menn eiga að geta séð og dregið eðlilegar ályktanir af. Í það minnsta ef þeir eru tilbúnir að sjá skóginn fyrir trjánum.
Fréttir Innlent Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira