Innlent

Sjaldgæft að kvikni í bifreiðum í árekstri

Afar sjaldgæft er að eldur komi upp í bílum eftir árekstra eða veltur, að sögn framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðaslysa, en í gær kviknaði í bifreið í banaslysinu í austanverðum Eyjafirði.

Þau eru teljandi á fingrum annarrar handar dæmi þess að eldur komi upp í bifreiðum eftir árekstur eða veltur í 150 tilvikum undanfarin sex ár að sögn Ágústs Mogensen, framkvæmdastjóra Rannsóknarnefndar umferðaslysa. Það gerðist þegar bifreið hafnaði á hvolfi utan Svalbarðsstrandarvegar við bæinn Sætún í austanverðum Eyjafirði í gærmorgun. Ökumaður bifreiðarinnar lést en óljóst er hvort byltan eða eldsvoðinn varð banamein hans.

Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar bílslysa, segir að bílaframleiðendur taki tillit til þess að fyrirbyggja þetta við hönnun bíla. Þá er reynt að aðskilja með sem bestum hætti rafmagnskerfi, eldsneyti og það sem brunnið getur. Ráðleggur hann ökumönnum að eiga ekki sjálfir við rafkerfi í bílum sínum heldur láta fagmenn um það.

Að sögn Ágústs getur rannsókn slyssins í Eyjafirði tekið langan tíma, jafnvel þrjá mánuði og óvíst að hún skili einhverri niðurstöðu í ljósi þess hversu illa bifreiðin var leikin eftir brunann




Fleiri fréttir

Sjá meira


×