Erlent

Frakkar hafna útspili Breta

F rakkar höfnuðu áðan nýjasta útspili Breta um fjárlagafrumvarp Evrópusambandsins fyrir árin 2007 - 2013. Utanríkisráðherra Frakka sagði að þeir gætu ekki samþykkt tillögur Breta, sem gera ráð fyrir að Frakkar gefi eftir stóran hluta landbúnaðarstyrkja sinna, nema endurgreiðslur sambandsins til Breta yrðu endurskoðaðar frá grunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×