Innlent

Fréttablaðið sýknað

MYND/Vísir

Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, segir að fullnaðarsigur hafi fengist í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn blaðinu vegna birtinga þess á tölvupóstum hennar. Dómur var kveðinn upp í málinu fyrir stundarfjórðungi á þá leið að ritstjóri Fréttablaðsins, Kári Jónasson, var sýknaður af skaðabótakröfu Jónínu. Að lokinni dómsuppkvaðingu sagði Sigurjón að Fréttablaðið myndi halda áfram sínu striki og halda áfram að birta fréttir af málinu, án þess þó að vitna til upplýsinga úr tölvupóstum sem vörðuðu einkahagi fólks. Hann sagði jafnframt að sýslumaðurinn sem kvað upp úrskurð um lögbann á birtingu upplýsinganna og gerði gögnin upptæk, hljóti að skammast sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×