Innlent

100% verðmunur

Allt að 100 prósent verðmunur var á jólabókum í gær að því er fram kemur á fréttavef ASÍ. Þetta eru niðurstöður verðlagseftirlits ASÍ í fjórtán verslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Bónus var oftast með lægsta verðið á 26 titlum af 36 en oft var lítill verðmunur milli Bónuss og Nettós eða innan við 10 krónu munur á 20 af þeim 29 titlum sem til voru í báðum verslununum í Reykjavík. Mesti verðmunurinn var 65 krónur. Griffill var oftast með hæsta verðið. Ekki er tekið tillit til þess að í Griffli er tilboð á bókum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×