Fleiri fréttir Undirbúningur fyrir þingkosningar í Palestínu stöðvaður Yfirkjörstjórn Palestínu hefur stöðvað allan undirbúning fyrir þingkosningarnar í janúar vegna árása á kosningaskrifstofur. Það eru Hamas-liðar sem gera árásirnar. 13.12.2005 21:45 Auðlindafrumvarp ráðherra þvert á niðurstöður nefndar Frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum jarðar gengur þvert á niðurstöður auðlindanefndar, sem Davíð Oddsson skipaði á sínum tíma. Meginniðurstöður þeirrar nefndar voru að jafnræði ætti að ríkja við úthlutun og að greiða þyrfti gjald fyrir afnotin. 13.12.2005 21:45 Lögregla fann stolinn jeppa og hluti úr öðrum Lögreglan á Selfossi fann á dögunum Nissan Patrol jeppa sem stolið hafði verið í Njarðvík í byrjun nóvember. Eftir ábendingu fannst jeppinn í bílskúr í bænum og í ljós kom að maður í Þorlákshöfn leigði skúrinn. Sá var handtekinn og færður í fangageymslur. Í jeppanum fundust hlutir sem tengdust öðrum Partrol-jeppa sem stolið var í Reykjavík í síðustu viku og fannst strípaður við Rauðavatn. 13.12.2005 21:23 Ærumeiðandi skilaboð á garðvegg fyrrverandi forstjóra Skeljungs Þú ert mesti þjófur Íslands! Þessi orð úðaði spellvirki á garðvegg hjónanna Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Sólveigar Pétursdóttur alþingismanns, við Fjólugötu. Lögreglunni var tilkynnt um spellvirkið rétt fyrir klukkan tvö í dag og í þann mund er fréttamann bar að garði var vinur þeirra hjóna í óða önn að mála yfir veggjakrotið. Hjónin eru stödd í útlöndum. Lögreglan leitar nú vísbendinga um hver hafi staðið að þessu skemmdarverki. 13.12.2005 21:15 Persónulegir munir Bobby Fischer til sölu á ebay Sautján stórir pappakassar eru til sölu á ebay og innihalda rúmlega eitt þúsund hluti sem eru eða voru í eigu skáksnillingsins Bobbys Fischers. Álitamál er hvort uppboðið sé lögmætt og hafa hópar hérlendis sem erlendis áhuga á að athuga hvort hægt verði að koma búslóðinni í hendur Fichers. 13.12.2005 19:02 Lögreglumenn sýknaðir af nauðgunarákæru Tveir breskir lögreglumenn hafa verið sýknaðir af ákæru um að handjárna og nauðga ungri konu í lögreglubíl þeirra á gamlárskvöld 2003. 13.12.2005 18:30 Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. 13.12.2005 18:09 Krafist verður gæsluvarðhalds vegna kannabisræktunar Lögreglan í Árnessýslu hyggst fara fram á að maðurinn, sem handtekinn var í morgun eftir að um 150 kannabisplöntur fundust í sláturhúsi við Laugarás í Bláskógabyggð, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki hafa þó fengist upplýsingar um hversu lengi það á að vera. 13.12.2005 17:45 Sprenging í fjölbýlishúsi í New Jersey Eins er saknað og fjölmargir slasaðir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í New Jersey í Bandaríkjunum snemma í morgun að bandarískum tíma. Ekki er ljóst hvers vegna sprengingin varð en lögregla segir hugsanlegt að hana megi rekja til gasleka. 13.12.2005 17:31 Nýbygging við heilsugæslustöð á Skagaströnd Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði í dag verksamning vegna nýbyggingar Heilsugæslustöðvar á Skagaströnd. Við sama tækifæri tók ráðherrann fyrstu skóflustungu að nýbyggingunni, en húsið verður reist austan við hús dvalarheimilisins Sæborgar og tengist því með tengigangi. 13.12.2005 17:15 Flest börn ganga eða hjóla í skólann Tæplega 80 prósent grunnskólabarna fara fótgangandi eða á hjóli í skólann sinn að vetri til en einungis rúmlega 20 prósent með einkabíl eða í strætisvagni. Þetta kemur fram í símakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar á ferðamáta grunnskólabarna í síðasta mánuði. 13.12.2005 17:00 Reyna að slökkva síðustu eldana Breskir slökkviliðsmenn reyna nú að ráða niðurlögum þriggja síðustu eldanna sem enn loga í olíubirgðastöðinni í Buncefield og vonast til að það takist jafnvel í dag. 13.12.2005 16:51 Skilorðsbundinn dómur vegna fíkniefnabrota Ungur karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í eins mánaðar fangelsi, sem skilorðsbundið er til þriggja ára, fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn þegar lögregla fann á honum nokkur grömm af marijúana eftir að hafa stöðvað bíl hans. Við leit heima hjá manninum fundust um 80 grömm af hassi, hátt 40 grömm af marijúana auk kannabisfræja. 13.12.2005 16:45 Í fangelsi fyrir umferðarlagabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í mánaðarfangelsi og til sviptingar ökuréttinda ævilangt fyrir tvö umferðalagabrot á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir of hraðan akstur annars vegar og ölvunarakstur hins vegar en hann hefur áður komist í kast við lögin og verið dæmdur fyrir bæði þjófnaði og umferðarlagabrot. 13.12.2005 16:30 Gætu þurft að fresta kosningunum Vopnaðir menn réðust til inngöngu í nokkrar stærstu skrifstofur palestínsku yfirkjörstjórnarinnar í dag og ráku starfsmenn kjörstjórnar á dyr. Allri starfsemi var hætt í kjölfarið og óvíst hvenær hún hefst á ný. 13.12.2005 16:28 Stíga frekari skref í átt til gjaldfrjáls leikskóla Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur samþykkt að stefna að því ap tryggja öllum börnum með lögheimili á Seyðisfirði á aldrinum eins árs til fimm ára fjögurra tíma dvöl á leikskóla bæjarins án endurgjalds, en þetta er liður í fjölskyldustefnu bæjarins. Þetta er annað skrefið í átt að gjaldfrjálsum leikskóla en fyrir um ári var leikskólinn gerður gjaldfrjáls í 4 tíma fyrir 5 ára börnin. 13.12.2005 16:15 Kristján skipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneyti Kristján Skarphéðinsson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá áramótum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Kristján er 48 ára að aldri og hefur verið skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu frá árinu 1999 og settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum frá 1. janúar 2003. 13.12.2005 16:00 Dregur úr ótta við fuglaflensu Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á reglugerðum sem voru settar til að sporna við hættu á útbreiðslu fuglaflensu. Nú verður heimilt að halda hænsfugla utandyra en slíkt var bannað um miðjan október þegar farfuglar báru fuglaflensu til Rússlands, Tyrklands og Rúmeníu. 13.12.2005 15:45 Úrskurður óbyggðanefndar ekki felldur úr gildi Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Suðurlands af kröfum Prestsetrasjóðs um að úrskurður óbyggðanefndar vegna þjóðlenda í Hrunamannahreppi yrði felldur úr gildi að hluta til. 13.12.2005 15:35 Settu upp jólaskreytingar innan um hákarla Það er ekki aðeins í verslunargötum og á heimilum sem fólk keppist við að setja upp jólaskreytingar. Kafarar voru í morgun fengnir til að setja upp jólaskreytingar í stóru fiskabúri í sædýrasafninu í Madríd. 13.12.2005 15:20 Maður með hníf handtekinn í miðbænum í dag Lögreglan í Reykjavík handtók í dag mann á sextugsaldri í miðborginni sem gengið hafði á milli verslana með stóran hníf. Að sögn lögreglu ógnaði hann þó engum en setti hnífinn, sem var með um 15 sentímetra blaði, milli tanna sér. 13.12.2005 15:20 Fasteignaverð hefur hækkað mest á Vesturlandi Fasteignaverð hefur hækkað mest á Vesturlandi á undanförnum fimmtán árum. Verðið er þó hæst á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fasteignaverðs hér á landi sem kynnt var í dag. 13.12.2005 15:09 Dæmdir til að greiða sekt vegna ummæla um Ástþór Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri DV, og Mikael Torfason, ritstjóri DV, voru sýknaðir af miskabótakröfu Ástþórs Magnússonar vegna skrifa í DV en nokkur ummæli sem féllu um Ástþór dæmd ómerk. 13.12.2005 15:04 Sosoliso svipt flugleyfi Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, tilkynnti rétt í þessu að flugfélagið Sosoliso hefði verið svipt flugleyfi. Flugvél félagsins hrapaði í Port Harcourt síðasta laugardag og þá létust 106. 13.12.2005 14:52 Gunnar lagður af stað af suðurpólnum Gunnar Egilsson, sem í gær bætti heimsmetið í að komast á suðurpólinn á sem stystum tíma ásamt breskum félögum sínum, er lagður af stað af pólnum aftur. Í samtali við vefinn Suðurland.net skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi sagði hann þá félaga vera búna að hvíla sig og að þeir væru að gera sig klára í heimferðina. 13.12.2005 14:49 Metaukning innflutnings Innflutningur hefur aldrei aukist jafn mikið á einum ársfjórðungi og á þriðja ársfjórðungi ársins 2005 en þá jókst hann um 32,2 prósent. Á sama tíma minnkaði útflutningur um 3,3 prósent. 13.12.2005 12:34 Slapp ótrúlega vel úr vinnuslysi Maður slapp nær ómeiddur þegar þrjú fiskikör féllu á hann ofan af vörubifreið sem hann vann við að afferma í Grindavík í gær. Víkurfréttir greina frá því að maðurinn hafi verið fluttur á slysadeild Landspítalans í Reykjavík en reyndist einungis hafa marist nokkuð og fékk að fara heim að skoðun lokinni. 13.12.2005 11:30 Hraðvirkasta leitarvélin fyrir flug Dohop.com opnaði í dag nýja gerð flugleitarvélar sem inniheldur 650 flugfélög, þar með talin 80 lággjaldafélög. Aðstandendur vefsins segja leitarvélina bæði ítarlegri og hraðvirkari en áður hefur þekkst. 13.12.2005 11:01 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur barn síns tíma Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er barn síns tíma og á ekki lengur við - það er að segja, nafn félagsins. Þetta er mat stjórnenda VR og því hefur verið boðað til samkeppni um nýtt nafn. 13.12.2005 10:54 Verði að læra dönsku áður en þeir flytja til Danmerkur Útlendingar sem hyggjast flytja til ættingja sinna sem búsettir eru í Danmörku skulu hafa staðist próf í dönsku og danskri menningu áður en þeir flytja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju lagafrumvarpi Venstre-flokksins í Danmörku, og sem íhaldsmenn og danski Þjóðflokkurinn virðast ætla að styðja. 13.12.2005 10:30 Þrír Palestínumenn særðust á Vesturbakkanum Þrír særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra mótmælenda í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Tveir mannanna eru alvarlega særðir, að sögn palestínskra sjúkraflutningamanna. 13.12.2005 09:30 Fundu kannabisplöntur við húsleit Lögreglumenn frá Selfossi fundu í morgun á annað hundrað kannabisplöntur og talsvert af Marijuana við húsleit í uppsveitum Árnessýslu. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og eru lögreglumenn enn á vettvangi. Maðurinn mun áður hafa gerst bortlegur við lög. 13.12.2005 09:01 Óeirðir í Sidney annan daginn í röð Sjö slösuðust og tugir bíla voru eyðilagðir í óeirðum sem geisuðu í Sidney í Ásralíu í gærkvöldi, annað kvöldið í röð. Ólætin byrjuðu á sunnudagseftirmiðdag þegar um 5000 manns gerðu aðsúg að hópi fólks af arabískum uppruna. 13.12.2005 08:51 200 samningslausir sjómenn "Ég er nokkuð viss um að við erum eina stéttin í landinu sem hefur enga samninga og því dapra stöðu gagnvart okkar vinnuveitendum," segir Þorkell Pétursson, smábátasjómaður frá Skagaströnd. Hann er í hópi tæplega 200 sjómanna sem hafa enga samninga við útgerðir þær er eiga þá smábáta er þeir starfa á. 13.12.2005 08:00 Heimabankaræninginn viðurkennir verknaðinn Tæplega þrítugur karlmaður hefur viðurkennt að hafa stolið um tveimur milljónum króna úr heimabönkum í nokkrum færslum. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja hvað hann gerði við peningana og hefur lögregla ekki haft uppi á þeim. 13.12.2005 07:58 Ekkert frekara grjóthrun í Óshlíð Ekkert frekara grjóthrun hefur orðið í Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur eftir að nokkur björg, tvö til fjögur tonn að þyngd, féllu niður á veginn á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Svo vel vildi til að engin átti leið um veginn í sama mund og hrunið varð og hlutust því engin slys af. 13.12.2005 07:55 Williams verður tekinn af lífi Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri Kaliforníuríkis, ætlar ekki að náða Stanley Williams sem eftir stundarfjórðung verður tekinn af lífi með banvænni sprautu. Willams, sem stofnaði glæpagengið Crips, var fundinn sekur um fjögur morð árið 1979. 13.12.2005 07:45 Handtekinn með fíkniefni eftir eltingarleik Ökumaður bíls, sem var á leið niður Ártúnsbrekkuna á sjötta tímanum í morgun, gaf allt í botn þegar hann sá lögreglubíl gefa sér stöðvunarmerki. Hann ók á miklum hraða niður í Mörkina þar sem hann nauðhemlaði, stökk út úr bílnum og tók til fótanna. Það gerðu lögreglumenn líka og hlupu hann uppi. 13.12.2005 07:42 Þrjár hryðjuverkaárásir stöðvaðar í London Lögreglan í Lundúnum hefur komið í veg fyrir þrjár hryðjuverkaárásir síðan tilraun til hryðjuverkaárása var gerð þann 21. júlí síðastliðinn. Þetta sagði Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar, á blaðamannafundi í gær. 13.12.2005 07:35 Slagar upp í Kárahnjúka Áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur gera ráð fyrir að árið 2011 slagi raforkuframleiðsla á Hengilssvæðinu á Hellisheiði upp í Kárahnjúkavirkjun. Gangi vonir tengdar djúpborun eftir má gera ráð fyrir töluvert meiri orku. 13.12.2005 07:30 Starfsmannaleiga innsigluð Fulltrúar frá sýslumanninum í Hafnarfirði stöðvuðu starfsemi starfsmannaleigunar Tveir plús einn þar í bæ vegna vangoldinna vörsluskatta. Um 60 til 70 manns starfa hjá fyrirtækinu. 13.12.2005 07:15 Bretaprins yfirheyrður Karl Bretaprins var kallaður til yfirheyrslu í síðustu viku en yfirheyrslan var liður í óháðri rannsókn á dauða Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu Karls, og Dodis al-Fayed, ástmanns hennar árið 1997. Að því er dagblaðið Sunday Times hermir stóð yfirheyrslan yfir í fjölda klukkustunda. 13.12.2005 07:00 Heimabankaþjófur játar milljónastuld Maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stolið úr heimabönkum hefur játað. Ekki hefur dregið úr notkun fólks á netbönkum þrátt fyrir umrædd þjófnaðarmál. 13.12.2005 07:00 Mökkurinn er yfir Normandí Slökkviliðsmenn hófu í gær að slökkva eldana ógurlegu sem upp komu í Buncefield-olíubirgðastöðinni í Hertfordskíri, skammt norður af Lundúnum í gær. Sprengingarnar sem fylgdu eldunum gerðu að verkum að ekki var hægt að hefja slökkvistarf fyrr. Slökkviliðsmenn lögðu til atlögu við vítiseldana strax í gærmorgun en aðstæður voru nokkuð erfiðar þar sem bætt hafði í vindinn og áttin breyst. 13.12.2005 06:45 Aldrei fleiri börn í Barnahús Það sem af er árinu 2005 hefur 227 börnum verið vísað í Barnahús vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þeim. Er það metfjöldi ábendinga. Að sögn Vigdísar Erlendsdóttur, forstöðumanns Barnahúss er fyrra met, samanborið við sama árshluta, 210 börn á árinu 2003. 13.12.2005 06:45 Sjá næstu 50 fréttir
Undirbúningur fyrir þingkosningar í Palestínu stöðvaður Yfirkjörstjórn Palestínu hefur stöðvað allan undirbúning fyrir þingkosningarnar í janúar vegna árása á kosningaskrifstofur. Það eru Hamas-liðar sem gera árásirnar. 13.12.2005 21:45
Auðlindafrumvarp ráðherra þvert á niðurstöður nefndar Frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum jarðar gengur þvert á niðurstöður auðlindanefndar, sem Davíð Oddsson skipaði á sínum tíma. Meginniðurstöður þeirrar nefndar voru að jafnræði ætti að ríkja við úthlutun og að greiða þyrfti gjald fyrir afnotin. 13.12.2005 21:45
Lögregla fann stolinn jeppa og hluti úr öðrum Lögreglan á Selfossi fann á dögunum Nissan Patrol jeppa sem stolið hafði verið í Njarðvík í byrjun nóvember. Eftir ábendingu fannst jeppinn í bílskúr í bænum og í ljós kom að maður í Þorlákshöfn leigði skúrinn. Sá var handtekinn og færður í fangageymslur. Í jeppanum fundust hlutir sem tengdust öðrum Partrol-jeppa sem stolið var í Reykjavík í síðustu viku og fannst strípaður við Rauðavatn. 13.12.2005 21:23
Ærumeiðandi skilaboð á garðvegg fyrrverandi forstjóra Skeljungs Þú ert mesti þjófur Íslands! Þessi orð úðaði spellvirki á garðvegg hjónanna Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Sólveigar Pétursdóttur alþingismanns, við Fjólugötu. Lögreglunni var tilkynnt um spellvirkið rétt fyrir klukkan tvö í dag og í þann mund er fréttamann bar að garði var vinur þeirra hjóna í óða önn að mála yfir veggjakrotið. Hjónin eru stödd í útlöndum. Lögreglan leitar nú vísbendinga um hver hafi staðið að þessu skemmdarverki. 13.12.2005 21:15
Persónulegir munir Bobby Fischer til sölu á ebay Sautján stórir pappakassar eru til sölu á ebay og innihalda rúmlega eitt þúsund hluti sem eru eða voru í eigu skáksnillingsins Bobbys Fischers. Álitamál er hvort uppboðið sé lögmætt og hafa hópar hérlendis sem erlendis áhuga á að athuga hvort hægt verði að koma búslóðinni í hendur Fichers. 13.12.2005 19:02
Lögreglumenn sýknaðir af nauðgunarákæru Tveir breskir lögreglumenn hafa verið sýknaðir af ákæru um að handjárna og nauðga ungri konu í lögreglubíl þeirra á gamlárskvöld 2003. 13.12.2005 18:30
Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. 13.12.2005 18:09
Krafist verður gæsluvarðhalds vegna kannabisræktunar Lögreglan í Árnessýslu hyggst fara fram á að maðurinn, sem handtekinn var í morgun eftir að um 150 kannabisplöntur fundust í sláturhúsi við Laugarás í Bláskógabyggð, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki hafa þó fengist upplýsingar um hversu lengi það á að vera. 13.12.2005 17:45
Sprenging í fjölbýlishúsi í New Jersey Eins er saknað og fjölmargir slasaðir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í New Jersey í Bandaríkjunum snemma í morgun að bandarískum tíma. Ekki er ljóst hvers vegna sprengingin varð en lögregla segir hugsanlegt að hana megi rekja til gasleka. 13.12.2005 17:31
Nýbygging við heilsugæslustöð á Skagaströnd Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði í dag verksamning vegna nýbyggingar Heilsugæslustöðvar á Skagaströnd. Við sama tækifæri tók ráðherrann fyrstu skóflustungu að nýbyggingunni, en húsið verður reist austan við hús dvalarheimilisins Sæborgar og tengist því með tengigangi. 13.12.2005 17:15
Flest börn ganga eða hjóla í skólann Tæplega 80 prósent grunnskólabarna fara fótgangandi eða á hjóli í skólann sinn að vetri til en einungis rúmlega 20 prósent með einkabíl eða í strætisvagni. Þetta kemur fram í símakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar á ferðamáta grunnskólabarna í síðasta mánuði. 13.12.2005 17:00
Reyna að slökkva síðustu eldana Breskir slökkviliðsmenn reyna nú að ráða niðurlögum þriggja síðustu eldanna sem enn loga í olíubirgðastöðinni í Buncefield og vonast til að það takist jafnvel í dag. 13.12.2005 16:51
Skilorðsbundinn dómur vegna fíkniefnabrota Ungur karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í eins mánaðar fangelsi, sem skilorðsbundið er til þriggja ára, fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn þegar lögregla fann á honum nokkur grömm af marijúana eftir að hafa stöðvað bíl hans. Við leit heima hjá manninum fundust um 80 grömm af hassi, hátt 40 grömm af marijúana auk kannabisfræja. 13.12.2005 16:45
Í fangelsi fyrir umferðarlagabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í mánaðarfangelsi og til sviptingar ökuréttinda ævilangt fyrir tvö umferðalagabrot á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir of hraðan akstur annars vegar og ölvunarakstur hins vegar en hann hefur áður komist í kast við lögin og verið dæmdur fyrir bæði þjófnaði og umferðarlagabrot. 13.12.2005 16:30
Gætu þurft að fresta kosningunum Vopnaðir menn réðust til inngöngu í nokkrar stærstu skrifstofur palestínsku yfirkjörstjórnarinnar í dag og ráku starfsmenn kjörstjórnar á dyr. Allri starfsemi var hætt í kjölfarið og óvíst hvenær hún hefst á ný. 13.12.2005 16:28
Stíga frekari skref í átt til gjaldfrjáls leikskóla Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur samþykkt að stefna að því ap tryggja öllum börnum með lögheimili á Seyðisfirði á aldrinum eins árs til fimm ára fjögurra tíma dvöl á leikskóla bæjarins án endurgjalds, en þetta er liður í fjölskyldustefnu bæjarins. Þetta er annað skrefið í átt að gjaldfrjálsum leikskóla en fyrir um ári var leikskólinn gerður gjaldfrjáls í 4 tíma fyrir 5 ára börnin. 13.12.2005 16:15
Kristján skipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneyti Kristján Skarphéðinsson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá áramótum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Kristján er 48 ára að aldri og hefur verið skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu frá árinu 1999 og settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum frá 1. janúar 2003. 13.12.2005 16:00
Dregur úr ótta við fuglaflensu Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á reglugerðum sem voru settar til að sporna við hættu á útbreiðslu fuglaflensu. Nú verður heimilt að halda hænsfugla utandyra en slíkt var bannað um miðjan október þegar farfuglar báru fuglaflensu til Rússlands, Tyrklands og Rúmeníu. 13.12.2005 15:45
Úrskurður óbyggðanefndar ekki felldur úr gildi Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Suðurlands af kröfum Prestsetrasjóðs um að úrskurður óbyggðanefndar vegna þjóðlenda í Hrunamannahreppi yrði felldur úr gildi að hluta til. 13.12.2005 15:35
Settu upp jólaskreytingar innan um hákarla Það er ekki aðeins í verslunargötum og á heimilum sem fólk keppist við að setja upp jólaskreytingar. Kafarar voru í morgun fengnir til að setja upp jólaskreytingar í stóru fiskabúri í sædýrasafninu í Madríd. 13.12.2005 15:20
Maður með hníf handtekinn í miðbænum í dag Lögreglan í Reykjavík handtók í dag mann á sextugsaldri í miðborginni sem gengið hafði á milli verslana með stóran hníf. Að sögn lögreglu ógnaði hann þó engum en setti hnífinn, sem var með um 15 sentímetra blaði, milli tanna sér. 13.12.2005 15:20
Fasteignaverð hefur hækkað mest á Vesturlandi Fasteignaverð hefur hækkað mest á Vesturlandi á undanförnum fimmtán árum. Verðið er þó hæst á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fasteignaverðs hér á landi sem kynnt var í dag. 13.12.2005 15:09
Dæmdir til að greiða sekt vegna ummæla um Ástþór Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri DV, og Mikael Torfason, ritstjóri DV, voru sýknaðir af miskabótakröfu Ástþórs Magnússonar vegna skrifa í DV en nokkur ummæli sem féllu um Ástþór dæmd ómerk. 13.12.2005 15:04
Sosoliso svipt flugleyfi Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, tilkynnti rétt í þessu að flugfélagið Sosoliso hefði verið svipt flugleyfi. Flugvél félagsins hrapaði í Port Harcourt síðasta laugardag og þá létust 106. 13.12.2005 14:52
Gunnar lagður af stað af suðurpólnum Gunnar Egilsson, sem í gær bætti heimsmetið í að komast á suðurpólinn á sem stystum tíma ásamt breskum félögum sínum, er lagður af stað af pólnum aftur. Í samtali við vefinn Suðurland.net skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi sagði hann þá félaga vera búna að hvíla sig og að þeir væru að gera sig klára í heimferðina. 13.12.2005 14:49
Metaukning innflutnings Innflutningur hefur aldrei aukist jafn mikið á einum ársfjórðungi og á þriðja ársfjórðungi ársins 2005 en þá jókst hann um 32,2 prósent. Á sama tíma minnkaði útflutningur um 3,3 prósent. 13.12.2005 12:34
Slapp ótrúlega vel úr vinnuslysi Maður slapp nær ómeiddur þegar þrjú fiskikör féllu á hann ofan af vörubifreið sem hann vann við að afferma í Grindavík í gær. Víkurfréttir greina frá því að maðurinn hafi verið fluttur á slysadeild Landspítalans í Reykjavík en reyndist einungis hafa marist nokkuð og fékk að fara heim að skoðun lokinni. 13.12.2005 11:30
Hraðvirkasta leitarvélin fyrir flug Dohop.com opnaði í dag nýja gerð flugleitarvélar sem inniheldur 650 flugfélög, þar með talin 80 lággjaldafélög. Aðstandendur vefsins segja leitarvélina bæði ítarlegri og hraðvirkari en áður hefur þekkst. 13.12.2005 11:01
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur barn síns tíma Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er barn síns tíma og á ekki lengur við - það er að segja, nafn félagsins. Þetta er mat stjórnenda VR og því hefur verið boðað til samkeppni um nýtt nafn. 13.12.2005 10:54
Verði að læra dönsku áður en þeir flytja til Danmerkur Útlendingar sem hyggjast flytja til ættingja sinna sem búsettir eru í Danmörku skulu hafa staðist próf í dönsku og danskri menningu áður en þeir flytja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju lagafrumvarpi Venstre-flokksins í Danmörku, og sem íhaldsmenn og danski Þjóðflokkurinn virðast ætla að styðja. 13.12.2005 10:30
Þrír Palestínumenn særðust á Vesturbakkanum Þrír særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp palestínskra mótmælenda í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Tveir mannanna eru alvarlega særðir, að sögn palestínskra sjúkraflutningamanna. 13.12.2005 09:30
Fundu kannabisplöntur við húsleit Lögreglumenn frá Selfossi fundu í morgun á annað hundrað kannabisplöntur og talsvert af Marijuana við húsleit í uppsveitum Árnessýslu. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og eru lögreglumenn enn á vettvangi. Maðurinn mun áður hafa gerst bortlegur við lög. 13.12.2005 09:01
Óeirðir í Sidney annan daginn í röð Sjö slösuðust og tugir bíla voru eyðilagðir í óeirðum sem geisuðu í Sidney í Ásralíu í gærkvöldi, annað kvöldið í röð. Ólætin byrjuðu á sunnudagseftirmiðdag þegar um 5000 manns gerðu aðsúg að hópi fólks af arabískum uppruna. 13.12.2005 08:51
200 samningslausir sjómenn "Ég er nokkuð viss um að við erum eina stéttin í landinu sem hefur enga samninga og því dapra stöðu gagnvart okkar vinnuveitendum," segir Þorkell Pétursson, smábátasjómaður frá Skagaströnd. Hann er í hópi tæplega 200 sjómanna sem hafa enga samninga við útgerðir þær er eiga þá smábáta er þeir starfa á. 13.12.2005 08:00
Heimabankaræninginn viðurkennir verknaðinn Tæplega þrítugur karlmaður hefur viðurkennt að hafa stolið um tveimur milljónum króna úr heimabönkum í nokkrum færslum. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja hvað hann gerði við peningana og hefur lögregla ekki haft uppi á þeim. 13.12.2005 07:58
Ekkert frekara grjóthrun í Óshlíð Ekkert frekara grjóthrun hefur orðið í Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur eftir að nokkur björg, tvö til fjögur tonn að þyngd, féllu niður á veginn á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Svo vel vildi til að engin átti leið um veginn í sama mund og hrunið varð og hlutust því engin slys af. 13.12.2005 07:55
Williams verður tekinn af lífi Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri Kaliforníuríkis, ætlar ekki að náða Stanley Williams sem eftir stundarfjórðung verður tekinn af lífi með banvænni sprautu. Willams, sem stofnaði glæpagengið Crips, var fundinn sekur um fjögur morð árið 1979. 13.12.2005 07:45
Handtekinn með fíkniefni eftir eltingarleik Ökumaður bíls, sem var á leið niður Ártúnsbrekkuna á sjötta tímanum í morgun, gaf allt í botn þegar hann sá lögreglubíl gefa sér stöðvunarmerki. Hann ók á miklum hraða niður í Mörkina þar sem hann nauðhemlaði, stökk út úr bílnum og tók til fótanna. Það gerðu lögreglumenn líka og hlupu hann uppi. 13.12.2005 07:42
Þrjár hryðjuverkaárásir stöðvaðar í London Lögreglan í Lundúnum hefur komið í veg fyrir þrjár hryðjuverkaárásir síðan tilraun til hryðjuverkaárása var gerð þann 21. júlí síðastliðinn. Þetta sagði Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar, á blaðamannafundi í gær. 13.12.2005 07:35
Slagar upp í Kárahnjúka Áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur gera ráð fyrir að árið 2011 slagi raforkuframleiðsla á Hengilssvæðinu á Hellisheiði upp í Kárahnjúkavirkjun. Gangi vonir tengdar djúpborun eftir má gera ráð fyrir töluvert meiri orku. 13.12.2005 07:30
Starfsmannaleiga innsigluð Fulltrúar frá sýslumanninum í Hafnarfirði stöðvuðu starfsemi starfsmannaleigunar Tveir plús einn þar í bæ vegna vangoldinna vörsluskatta. Um 60 til 70 manns starfa hjá fyrirtækinu. 13.12.2005 07:15
Bretaprins yfirheyrður Karl Bretaprins var kallaður til yfirheyrslu í síðustu viku en yfirheyrslan var liður í óháðri rannsókn á dauða Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu Karls, og Dodis al-Fayed, ástmanns hennar árið 1997. Að því er dagblaðið Sunday Times hermir stóð yfirheyrslan yfir í fjölda klukkustunda. 13.12.2005 07:00
Heimabankaþjófur játar milljónastuld Maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stolið úr heimabönkum hefur játað. Ekki hefur dregið úr notkun fólks á netbönkum þrátt fyrir umrædd þjófnaðarmál. 13.12.2005 07:00
Mökkurinn er yfir Normandí Slökkviliðsmenn hófu í gær að slökkva eldana ógurlegu sem upp komu í Buncefield-olíubirgðastöðinni í Hertfordskíri, skammt norður af Lundúnum í gær. Sprengingarnar sem fylgdu eldunum gerðu að verkum að ekki var hægt að hefja slökkvistarf fyrr. Slökkviliðsmenn lögðu til atlögu við vítiseldana strax í gærmorgun en aðstæður voru nokkuð erfiðar þar sem bætt hafði í vindinn og áttin breyst. 13.12.2005 06:45
Aldrei fleiri börn í Barnahús Það sem af er árinu 2005 hefur 227 börnum verið vísað í Barnahús vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þeim. Er það metfjöldi ábendinga. Að sögn Vigdísar Erlendsdóttur, forstöðumanns Barnahúss er fyrra met, samanborið við sama árshluta, 210 börn á árinu 2003. 13.12.2005 06:45