Erlent

Segir skýrslu Sameinuðu þjóðanna ónákvæma

Stjórnvöld í Damaskus hafa unnið hörðum höndum að því að upplýsa hverjir stóðu að morðinu á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons og er rugl að halda öðru fram. Þetta sagði sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum í ræðu sinni í gær. Þá ítrekaði hann að Sýrlendingar hefðu ekki átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræðið sem varð forsætisráðherranum fyrrverandi að bana. En skýrsla rannsóknarnefndar um málið var lögð fram í Öryggisráðinu í gær og eru Sýrlendingar gagnrýndir fyrir slæleg vinnubrögð. Sýrlendingar segja skýrsluna vera ónákvæma og í henni séu rangfærslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×