Erlent

Fannst á lífi eftir tvo mánuði í rústum

Kona fannst á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Leit hafði löngu verið hætt á svæðinu. Konan drakk rigningarvatn, sem seytlaði niður til hennar, og borðaði rotna ávexti sem hún náði til. Konan liggur nú á sjúkrahúsi í borginni Muzaffarabad og segja læknar kraftaverk að konan sé á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×