Erlent

Slökkvistarfi loksins lokið

Sótsvartur sjóndeildarhringur. Slökkt var í leifum síðasta olíugeymisins síðdegis í gær.
Sótsvartur sjóndeildarhringur. Slökkt var í leifum síðasta olíugeymisins síðdegis í gær.

Slökkviliðsmönnum tókst í gær að slökkva síðustu eldana sem loguðu í tönkum Buncefield-olíubirgðastöðvarinnar norður af Lundúnum. Talið er að rífa þurfi á annan tug húsa í nágrenninu sem stórskemmdust í mikilli sprengingu sem varð í stöðinni á sunnudagsmorguninn.

Talið er að óhapp hafi valdið sprengingunni og eldunum í kjölfarið en öllum möguleikum er þó haldið opnum. 43 slösuðust, þar af tveir alvarlega. Rýma þurfti fjölmörg íbúðarhús skammt frá stöðinni en íbúar þeirra fengu að snúa til síns heima í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×