Innlent

Fjögurra klukkustunda gjaldfrjáls leikskólavist

MYND/Vilhelm

Öll börn á Seyðisfirði fá fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa leikskólavist frá og með áramótum. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að bjóða dagfrjálsan leikskóla hálfan daginn fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en þetta stendur fimm ára börnum þegar til boða. Nú bætast tuttugu og þrjú börn við og er viðbúið að kostnaður sveitarfélagsins verði um tvær og hálf milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×