Innlent

Erlend fiskiskip að veiðum í íslenskri lögsögu?

MYND/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan hefur rökstuddan grun um að erlend fiskiskip hafi leikið það undanfarnar vikur og mánuði að slökkva á fjareftirlitsbúnaði sínum að næturlagi, laumast allt að 20 sjómílur inn í íslensku fiskveiðilögsöguna og stundað þar veiðar. Þetta kemur meðal annars fram í grein sem Halldór B. Nellett skipherra og Dagmar Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, rita í Morgunblaðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×