Innlent

Mörgu ábótavant í mannréttindamálum hérlendis

Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins kynnti skýrslu sína til úrbóta um stöðu mannréttindamála á Íslandi. hann hefur margt við mannréttindamál hérlendis að athuga og leggur fram fjölmargar breytingartillögur.Hann villm.a.endurskoða ráðningarferli hæstaréttardómara og bæta aðgang fanga að sálfræðiaðstoð.

Einnig leggur hann til ákvarðanataka varðandi einangrunarvist verði skýrð og að endurskoða þá venju að setja börn í einangrun og að komið sé til móts við þarfir barna í haldi Þá vill hann auka völd umboðsmanns Alþingis og styrkja umboðsmann barna og tryggja starfsemi óháðrar mannréttindastofnunar á Íslandi.

Að hans mati þarf að afnema reglu um að erlendur maki Íslendings verði að hafa náð 24 ára aldri til að fá búsetuleyfi og móta stefnu um aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi og koma henni í framkvæmd

Styrkja stöðu kærunefndar jafnréttisráðs með því að gefa henni vald til að sekta fyrirtæki og geraráðningarferli hins opinbera gegnsærra

Að hans mati þarf að Íhuga að neyðarmóttaka Landsspítala geti tekið við öllum fórnarlömbum heimilisofbeldisog aukavitneskju fagfólks um hvernig megi bregðast við ofbeldi gegn konum, til dæmis með nálgunarbanni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×