Erlent

Konur um 20% gerningsmanna í málum sem tengjast mannsali

Alþjóðalögreglan Interpol hefur tekið saman upplýsingar um 503 mannsalsmál á árunum 2003 til 2005. Málin tengjast verslun með 2.724 konur og ungar stúlkur frá Austur-Evrópu. Í 83% málanna voru það fámennir hópar glæpamanna sem stóðu að baki mannsalinu. Athygli vekur að konur eru 20% gerningsmanna í mannsalsmálum en þær eiga oft þátt í að blekkja konur og stúlkur til að yfirgefa heimaland sitt fyrir störf í öðru landi. 81% fórnarlamba mannsals vissu ekki hvers slags störf biðu þeirra en 16% þeirra vissu að þær ættu að vinna við vændi.

Aftenposten greinir svo frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×